Impugan Tafla 20 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
13-02-2023

Virkt innihaldsefni:

Furosemidum INN

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

C03CA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Furosemidum

Skammtar:

20 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

019372 Glas pólýetenglas með pólýetenskrúfloki með barnaöryggi

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2013-04-22

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
IMPUGAN 20 MG OG 40 MG TÖFLUR
fúrósemíð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Impugan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Impugan
3.
Hvernig nota á Impugan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Impugan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM IMPUGAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Fúrósemíð hefur bein áhrif á nýrun, aðallega með því að
auka útskilnað natríums með þvagi.
Þar af leiðandi eykst losun vatns og þvagmagn eykst. Impugan er
mjög hraðvirkt þvagræsandi lyf.
Áhrifin koma oft fram strax 30 mínútum eftir að skammtur er
tekinn. Þvagræsandi áhrifin ráðast af
stærð skammtsins og ná hámarki eftir 1-2 klst. og vara í um 4
klst.
Impugan hefur einnig væg blóðþrýstingslækkandi áhrif sem vara
lengur en þvagræsandi áhrifin.
Lyfið er notað við vökvauppsöfnun (bjúgi) vegna starfstruflunar
í t.d. hjarta, lungum, nýrum eða lifur
og háum blóðþrýstingi.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA IMPUGAN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA IMPUGAN
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir fúrósemíði eða einhverju öðru
innihaldsefni l
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Impugan 20 mg töflur
Impugan 40 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver Impugan 20 mg tafla inniheldur: 20 mg af fúrósemíði
Hver Impugan 40 mg tafla inniheldur: 40 mg af fúrósemíði
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver Impugan 20 mg tafla inniheldur: 28 mg af laktósa
Hver Impugan 40 mg tafla inniheldur: 56 mg af laktósa
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla
20 mg töflur: Hvítar til gulleitar, tvíkúptar, 6 mm í þvermál,
merktar CDL.
40 mg töflur: Hvítar til gulleitar, flatar með einni deiliskoru, 8
mm í þvermál, merktar CJJ.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Bráður lungnabjúgur. Hjarta-, nýrna-, lifrar- eða annar bjúgur.
Háþrýstingur.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir _
Bjúgur af mismunandi orsökum: 20-40 mg til inntöku að morgni
nægir oftast. Stundum eru stærri
skammtar nauðsynlegir, 80-160 (240) mg á dag, gefin í 2-3
aðskildum skömmtum. Auka skal skammt
smám saman þar til viðunandi áhrifum er náð.
Háþrýstingur: 20-80 mg á dag. Impugan má nota ásamt öðrum
háþrýstingslyfjum, en þá er oft hægt að
minnka dagsskammt beggja lyfjanna.
_Börn _
Ráðlagður sólarhringsskammtur er 1-3 mg/kg líkamsþyngdar til
inntöku.
_Eftirlit með meðferð _
Við langtímameðferð skal hafa reglulegt eftirlit með
blóðsöltum í plasma, einkum við
samhliðameðferð með digitalis og í upphafi meðferðar.
2
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1
-
Sjúklingar sem eru með ofnæmi fyrir súlfónamíðum
-
Sjúklingar með skert blóðrúmmál eða sem skortir vökva
-
Sjúklingar með yfirvofandi eða staðfest dá er tengist
lifrarheilakvilla
-
Sjúklingar með alvarlegar nýrnaskemmdir vegna eitrunar (við notkun
stórra skammta) og/eða
nýrnabilun með þvagþurrð
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Einkenni lágþrýstings sem leiða til sundls, yfirliðs eða
meðvitund
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru