Humulin NPH KwikPen Stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna 100 a.e./ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
14-09-2020

Virkt innihaldsefni:

Insulin Human

Fáanlegur frá:

Eli Lilly Danmark A/S

ATC númer:

A10AC01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Insulinum (manna)

Skammtar:

100 a.e./ml

Lyfjaform:

Stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

483540 Áfylltur lyfjapenni rörlykja (tegund I gler), með stimpilhaus í botninum (gúmmí) og diskinnsigli að ofan (gúmmí) í áfylltum penna

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2017-12-08

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL
2
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
HUMULIN NPH KWIKPEN
100 A.E./ML STUNGULYF, DREIFA
(mannainsúlín)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, eða lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita
um allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Humulin NPH KwikPen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Humulin NPH KwikPen
3.
Hvernig nota á Humulin NPH KwikPen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Humulin NPH KwikPen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM HUMULIN NPH KWIKPEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Humulin NPH KwikPen er áfylltur lyfjapenni, með mannainsúlin sem
virkt efni, sem notað er til að
meðhöndla sykursýki. Þú færð sykursýki ef briskirtillinn
framleiðir ekki nægjanlegt insúlín til að
stjórna blóðsykursmagni þínu. Humulin NPH er notað til að
stjórna blóðsykri til langs tíma. Verkun
þess er lengd með því að bæta við prótamínsúlfati í
dreifuna.
Það getur verið að læknirinn vilji að þú notir Humulin NPH
KwikPen ásamt skjótvirku insúlíni. Það
fylgja sérstakar leiðbeiningar með hverri insúlíntegund. Þú
mátt ekki breyta um insúlíntegund nema
læknirinn segi þér að gera það. Vertu mjög varkár ef þú
skiptir um insúlíntegund. Hver insúlíntegund
er auðkennd með mismunandi lit á umbúðum og pennanum sem
auðveldar þér að sjá muninn.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOT
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
2
1.
HEITI LYFS
Humulin NPH KwikPen 100 a.e./ml stungulyf, dreifa
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml inniheldur 100 a.e./ml mannainsúlín (framleitt í
_E.coli_
með erfðatækni)
1 áfylltur penni inniheldur 3 ml sem jafngildir 300 a.e. af
ísófaninsúlíni
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, dreifa í áfylltum lyfjapenna.
Humulin NPH er sæfð dreifa sem inniheldur hvíta kristalla af
ísófan-mannainsúlíni í jafnþrýstnum
fosfatbuffer.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar á sykursýki hjá sjúklingum sem þurfa insúlín
til að viðhalda blóðsykri innan
viðmiðunarmarka.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Læknir ákveður skammta eftir þörfum sjúklings.
_Börn _
Engin gögn liggja fyrir.
Lyfjagjöf
Humulin NPH í áfylltum lyfjapenna er eingöngu ætlað til
inndælingar undir húð.
Lyfið má ekki undir nokkrum kringumstæðum gefa í bláæð.
Lyfið á að gefa undir húð í upphandlegg, læri, sitjanda eða
kvið. Skipta skal um stungustað þannig að
sami stungustaður sé ekki notaður oftar en um það bil einu sinni
í mánuði, til að minnka líkur á
fitukyrkingi og húðmýlildi (sjá kafla 4.4 og 4.8).
Þegar lyfið er gefið undir húð skal þess gætt að dæla ekki
Humulin insúlíni í æð.
Stungustað skal ekki nudda eftir inndælingu insúlíns. Sjúklingum
skal kennt að sprauta sig rétt.
Fylgiseðill með leiðbeiningum um inndælingu insúlíns fylgir
hverri pakkningu.
4.3
FRÁBENDINGAR
Lágur blóðsykur.
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1, nema lyfið sé
notað sem hluti af afnæmingarmeðferð.
3
Ekki má undir nokkrum kringumstæðum gefa Humulin lyf önnur en
Humulin Regular í bláæð.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Þegar sjúklingur skiptir um insúlíntegund, skal það fara fram
undir eftirliti læknis. Breytingar á styrk,
tegund (framleiðanda), gerð (uppleysanlegt, ísófan, blandað)
uppr
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru