Heparin LEO (Heparin Leo) Stungulyf, lausn 5000 a.e./ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-06-2020

Virkt innihaldsefni:

Heparinum natricum INN

Fáanlegur frá:

LEO Pharma A/S*

ATC númer:

B01AB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Heparinum

Skammtar:

5000 a.e./ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

464327 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1965-12-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
HEPARIN LEO 5.000 A.E./ML, HETTUGLAS, STUNGULYF, LAUSN
heparínnatríum
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
HEPARIN LEO. Í HONUM ERU
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á
frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Heparin LEO og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Heparin LEO
3.
Hvernig nota á Heparin LEO
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Heparin LEO
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM HEPARIN LEO OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Heparín hindrar myndun blóðtappa (sega) í slagæðum og bláæðum
með því að minnka blóðstorknun.
Heparin LEO getur einnig leyst upp sumar gerðir af blóðtöppum.
Blóðtappar myndast einkum í
tengslum við skurðaðgerðir og rúmlegu í langan tíma.
Þú getur fengið Heparin LEO sem fyrirbyggjandi við blóðtöppum
eða til meðferðar á þeim.
Læknirinn kann að hafa ávísað Heparin LEO af öðrum ástæðum.
Spyrjið lækninn.
Þú færð Heparin LEO sem stungulyf. Vanalega er það læknir eða
hjúkrunarfræðingur sem sprautar þig
með lyfinu.
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef aukaverkanir versna eða ef þú færð
aukaverkanir sem ekki er getið um hér.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA HEPARIN LEO
EKKI MÁ NOTA HEPARIN LEO:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir heparínnatríum eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfs
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Heparin LEO 5.000 a.e./ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Heparínnatríum 5.000 a.e./ml.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Bensýlalkóhól (10 mg)
Parahýdroxíbensóat
Sjá kafla 4.4.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn
Hettuglas með tærum, litlausum eða gulum vökva, óskýjaður og
án sýnilegra agna.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fyrirbyggjandi meðferð og meðferð við bláæðabólgu
(thrombophlebitis) og fylgikvillum segareks.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Lágskammta heparín, fyrirbyggjandi:_
5.000 a.e. á 12 klst. fresti í minnst 7 daga.
Fyrsta innspýting gefin u.þ.b. 2 klst. fyrir aðgerð.
Þessi staðalskammtur krefst ekki mælingar á rannsóknastofu og
hefur ekki áhrif á
blæðingarstöðvun. Meðferðin er svo að segja laus við
aukaverkanir.
Við segavarnir á meðgöngu getur staðalskammturinn verið
ófullnægjandi og þurft stærri skammta
og/eða tíðari.
Við brottnám blöðruhálskirtils og stærri
bæklunarskurðaðgerðir getur fyrirbyggjandi lágskammta
heparín haft takmarkað gildi.
_Heill meðferðarskammtur heparíns:_
Samfellt innrennsli í bláæð:
1.000-1.500 a.e./klst.
_Ósamfelld innspýting í bláæð:_
40.000-60.000 a.e. skipt niður á 4-5 innspýtingar á sólarhring.
Undir húð eru vanalega gefnar 12.500-
25.000 a.e. á 12 klst. fresti. Við blóðskilun og blóðrás utan
líkamans er skömmtun sérstök. Fylgjast
skal með líffræðilegri verkun til dæmis með mælingu á
virkjuðum trombóplastíntíma (aPTT).
2
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Yfirstandandi ónæmisblóðflagnafæð (tegund II) af völdum
heparíns eða saga um slíkt (sjá kafla 4.4).
Virk meiriháttar blæðing eða hætta á meiriháttar blæðingu.
Blæðing er skilgreind sem meiriháttar ef
hún uppfyllir eitt af eftirfarandi fjórum skilmerkjum:
1) Lífshættuleg blæðing. 2) Blæðing á svæði 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru