Heminevrin Mjúkt hylki 300 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
14-09-2020

Virkt innihaldsefni:

Clomethiazolum edisýlat

Fáanlegur frá:

CHEPLAPHARM Arzneimittel GmbH

ATC númer:

N05CM02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Clomethiazolum

Skammtar:

300 mg

Lyfjaform:

Mjúkt hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

458067 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1998-07-07

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
HEMINEVRIN 300 MG MJÚK HYLKI
clometiazoledisylat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Heminevrin og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Heminevrin
3.
Hvernig nota á Heminevrin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Heminevrin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM HEMINEVRIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Clometiazol hefur róandi, svæfandi og krampastillandi áhrif.
Til notkunar við fráhvarfseinkennum áfengisfíknar, svefntruflunum
hjá öldruðum, sérstaklega í
tengslum við næturóróleika. Ruglástandi með æsingi og
eirðarleysi hjá öldruðum. Einnig notað við
flogakasti (flogafári).
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA HEMINEVRIN
_ _
EKKI MÁ NOTA HEMINEVRIN EF:
-
um er að ræða ofnæmi fyrir clometiazoli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
-
þú ert með bráða skerðingu á lungnastarfsemi
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en
Heminevrin er notað. Gæta skal varúðar við
notkun Heminevrin ef þú
-
átt oft erfitt með öndun eða ert með kæf
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Heminevrin 300 mg mjúk hylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hylki inniheldur: 192 mg clometiazol sem samsvarar 300 mg
clometiazoledisylat.
Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert hylki inniheldur 7 mg af
sorbitóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hylki, mjúkt.
Grábrúnt gelatínhylki.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fráhvarfseinkenni áfengissýki, drykkjuæði (delirium tremens).
Svefntruflanir hjá öldruðum,
sérstaklega í tengslum við næturóróleika. Ruglástand ásamt
æsingi og eirðarleysi hjá öldruðum
sjúklingum. Flogafár (status epilepticus). Sjá nánar í köflum
4.2 og 4.4.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Lyfið er aðeins ætlað til notkunar af læknum með klíníska
hæfni og reynslu sem nær yfir notkun
samkvæmt viðurkenndum ábendingum. Ef sjúklingur hefur tekið inn
önnur lyf sem hafa slævandi áhrif
á miðtaugakerfið, þ.m.t. áfengi, skal minnka skammtinn af
clometiazoli.
Mikilvægt er að auka skammtinn smám saman til að ná kjörskammti.
Takmarkið er að ná stjórn á
einkennum án þess að valda óhóflegri slævandi verkun. Halda á
skammtinum eins litlum og hægt er,
endurskoða hann reglulega og hætta meðferð ef nauðsyn krefur.
_Meðferð við ruglástandi ásamt æsingi og eirðarleysi hjá
öldruðum sjúklingum:_
1 hylki þrisvar sinnum á sólarhring. Meta á skammtinn fyrir hvern
og einn eftir alvarleika einkenna og
heilsufari sjúklings.
_ _
_Svefntruflanir hjá öldruðum:_
2 hylki fyrir svefn. Minnka á skammtinn ef sjúklingurinn verður var
við svefnhöfga að morgni.
_ _
_Fráhvarfseinkenni áfengissýki:_
Meðferð við fráhvarfseinkennum áfengis á að fara fram á
stofnun þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur
náið eftirlit með sólarhringsskammti clometiazols.
Meta á skammtinn fyrir hvern og einn eftir alvarleika einkenna og
heilsufari sjúklings. Markmiðið er
að sefa sjúkling, þó þannig að hægt sé að vekja hann.
Fylgjast skal vel með sj
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru