Haldol Tafla 1 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-02-2024
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Haloperidolum INN

Fáanlegur frá:

Essential Pharma Limited

ATC númer:

N05AD01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Haloperidolum

Skammtar:

1 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

436915 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1966-12-02

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
Hal1mgTab-PL-IS-3
_ _
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
HALDOL 1 MG TÖFLUR
haloperidol
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Haldol og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Haldol
3.
Hvernig nota á Haldol
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Haldol
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM HALDOL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Heiti lyfsins er Haldol.
Haldol inniheldur virka efnið haloperidol. Það tilheyrir flokki
lyfja sem nefnast „geðrofslyf“.
Haldol er notað hjá fullorðnum, unglingum og börnum við
sjúkdómum sem hafa áhrif á hvernig þú
hugsar, þér líður eða þú hagar þér. Þetta eru meðal annars
geðraskanir (svo sem geðklofi og
geðhvarfasýki) og hegðunarvandi.
Þessir sjúkdómar geta valdið því að:
•
Þér finnst þú vera ruglaður (með óráði)
•
Þú sérð, heyrir, hefur tilfinningu fyrir eða finnur lykt af
hlutum sem eru ekki til staðar
(ofskynjanir)
•
Þú trúir hlutum sem eru ekki sannir (ranghugmyndir)
•
Þú ert óvanalega tortrygginn (ofsóknarkennd)
•
Þú verður mjög ör, æstur, ákafur, hvatvís eða ofvirkur
•
Þú verður árásargjarn, fjandsamlegur eða ofbeldisfullur.
Hjá unglingum og börnum er Haldol notað til að meðhöndla
geðklofa hjá sjúklingum á aldrinum 13 til
17 ára og til að meðhöndla hegðunarvanda hjá sjúklingum á
aldr
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
Hal1mgTab-SPC-IS-2
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Haldol 1 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 1 mg haloperidol.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver 1 mg tafla inniheldur 64,4 mg mjólkursykureinhýdrat og 10,0 mg
súkrósa.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Hvít, kringlótt, tvíkúpt tafla með krossdeiliskoru á annarri
hliðinni og áletruninni „EP“ á hinni
hliðinni.
Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni
svo auðveldara sé að kyngja henni en
ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fullorðnir sjúklingar 18 ára og eldri
•
Meðferð við geðklofa og geðhvarfaklofa.
•
Bráðameðferð við óráði þegar meðferð án lyfja hefur
brugðist.
•
Meðferð við miðlungsmiklum til verulegum oflætislotum í tengslum
við geðhvarfasýki I.
•
Meðferð við bráðum hughreyfióróleika í tengslum við
geðtruflanir eða oflætislotur í
geðhvarfasýki I.
•
Meðferð við viðvarandi árásarhneigð og geðrofseinkennum hjá
sjúklingum með meðalalvarleg
eða alvarleg Alzheimersvitglöp eða æðavitglöp þegar meðferð
án lyfja hefur brugðist og hætta
er á að sjúklingur skaði sig eða aðra.
•
Meðferð við kipparöskunum, þ.m.t. Tourette heilkenni, hjá
sjúklingum með verulega skerðingu
þegar fræðsla, sálfræðimeðferð og önnur lyfjameðferð hefur
brugðist.
•
Meðferð við vægum til miðlungsmiklum rykkjabrettum í Huntington
sjúkdómi, þegar önnur lyf
hafa ekki áhrif eða þolast ekki.
2
Hal1mgTab-SPC-IS-2
Börn
Meðferð við:
•
Geðklofa hjá unglingum 13 til 17 ára þegar önnur lyfjameðferð
hefur brugðist eða þolist ekki.
•
Viðvarandi verulegri árásarhneigð hjá börnum og unglingum 6 til
17 ára með einhverfu eða
gagntæka þroskaröskun þegar önnur meðferð hefur brugðist eða
þolist ekki.
•
Kipparöskunum, þ.m.t. Tourette heilkenni hjá börnum og unglingum
10 til 17 ára
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru