Haldol Depot Stungulyf, lausn 100 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-12-2023
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Haloperidolum dekanóat

Fáanlegur frá:

Essential Pharma Limited

ATC númer:

N05AD01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Haloperidolum

Skammtar:

100 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

549139 Lykja

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1987-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
HALDOL DEPOT 100 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
haloperidol
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Haldol Depot og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Haldol Depot
3.
Hvernig nota á Haldol Depot
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Haldol Depot
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM HALDOL DEPOT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Heiti lyfsins er Haldol Depot.
Haldol Depot inniheldur virka efnið haloperidol (sem haloperidol
decanoat). Það tilheyrir flokki lyfja
sem nefnast „geðrofslyf“.
Haldol Depot er notað hjá fullorðnum sem hafa áður fengið
meðferð með haloperidoli til inntöku. Það
er notað við sjúkdómum sem hafa áhrif á hvernig þú hugsar,
þér líður eða þú hagar þér. Þetta eru
meðal annars geðraskanir (svo sem geðklofi). Þessir sjúkdómar
geta valdið því að:
•
Þér finnst þú vera ruglaður (með óráði)
•
Þú sérð, heyrir, hefur tilfinningu fyrir eða finnur lykt af
hlutum sem eru ekki til staðar
(ofskynjanir)
•
Þú trúir hlutum sem eru ekki sannir (ranghugmyndir)
•
Þú ert óvanalega tortrygginn (ofsóknarkennd)
•
Þú verður mjög ör, æstur, ákafur, hvatvís eða ofvirkur
•
Þú verður árásargjarn, fjandsamlegur eða ofbeldisfullur.
Verið getur að læknirinn hafi 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Haldol Depot 100 mg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml af lausn inniheldur 141,04 mg haloperidol decanoat sem
samsvarar 100 mg af
haloperidolgrunni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver ml af lausn inniheldur 15 mg bensýlalkóhól og allt að 1 ml af
sesamolíu.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
Ljósgulbrún, örlítið seigfljótandi lausn, án sjáanlegra agna.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Haldol Depot er ætlað til viðhaldsmeðferðar á geðklofa og
geðhvarfaklofa hjá fullorðnum sjúklingum
þegar jafnvægi hefur verið náð með haloperidoli til inntöku
(sjá kafla 5.1).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Upphaf meðferðar og skammtaaðlögun þarf að vera undir nánu
klínísku eftirliti.
Skammtar
Einstaklingsbundinn skammtur er bæði háður alvarleika einkenna og
skammti haloperidols til inntöku
sem verið er að nota. Sjúklingum á alltaf að halda á lágmarks
skammti sem veitir verkun.
Þar sem upphafsskammtur haloperidols decanoats byggist á margfeldi
sólarhringsskammts
haloperidols til inntöku, er ekki hægt að gefa sérstakar
leiðbeiningar um skipti frá öðrum
geðrofslyfjum (sjá kafla 5.1).
_Fullorðnir 18 ára og eldri_
TAFLA 1: SKAMMTARÁÐLEGGINGAR FYRIR HALOPERIDOL DECANOAT HANDA
FULLORÐNUM 18 ÁRA OG ELDRI
SKIPT FRÁ HALOPERIDOLI TIL INNTÖKU
•
Ráðlagður skammtur af haloperidoli decanoati er 10 til 15-faldur
fyrri sólarhringsskammtur af
haloperidoli til inntöku.
•
Miðað við þessa umbreytingu verður skammtur af haloperidoli
decanoati 25 til 150 mg hjá
flestum sjúklingum.
ÁFRAMHALDANDI MEÐFERÐ
•
Mælt er með að aðlaga skammt af haloperidoli decanoati um allt að
50 mg á 4 vikna fresti (á
grundvelli svörunar hvers sjúklings) þar til ákjósanlegum
meðferðaráhrifum er náð.
•
Búast má við því að skammturinn sem veitir besta verkun sé á
bilinu 50 til 200 mg.
•
Mælt er með að meta ávinning og áhættu hvers sjúklings 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru