Glucos Fresenius Kabi (Glucos 200 mg/ml Fresenius Kabi) Innrennslislyf, lausn 200 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
16-03-2022

Virkt innihaldsefni:

Glucosum

Fáanlegur frá:

Fresenius Kabi AB

ATC númer:

B05BA03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Kolvetni

Skammtar:

200 mg/ml

Lyfjaform:

Innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

530828 Poki Freeflex

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1994-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
GLUCOS FRESENIUS KABI 50 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN
GLUCOS FRESENIUS KABI 100 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN
GLUCOS FRESENIUS KABI 200 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN
glúkósi
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á
frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Glucos Fresenius Kabi og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Glucos Fresenius Kabi
3.
Hvernig nota á Glucos Fresenius Kabi
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Glucos Fresenius Kabi
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM GLUCOS FRESENIUS KABI OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Glucos Fresenius Kabi innrennslislyf, lausn er tær lausn glúkósa í
vatni til innrennslis í bláæð (hæg
inndæling), einnig kallað dreypi í bláæð.
Glucos Fresenius Kabi 50 og 100 mg/ml eru notaðar þegar mikið
vökvatap hefur orðið úr líkamanum
(vökvaskortur).
Allir styrkleikar geta verið gefnir þegar næring í bláæð er
nauðsynleg, yfirleitt samhliða
amínósýrulausn (prótein), vítamínum og fitufleytum.
Þessi fylgiseðill á við um þrjá mismunandi styrkleika. Vísað
verður sameiginlega til þessara lausna
sem glúkósalausnar í þessum fylgiseðli.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA GLUCOS FRESENIUS KABI
EKKI MÁ NOTA GLUCOS FRESENIUS KABI:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir glúkósa eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
Eða ef eitt eða fleira af eftirfarandi á við um þig:
-
Ómeðhöndluð sykursýki, dá af völdum sykursýki.
-
Annað þekkt glúkósaóþol.
-
Meðvitundarleysi af völdum hás blóð
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Glucos Fresenius Kabi 50 mg/ml innrennslislyf, lausn
Glucos Fresenius Kabi 100 mg/ml innrennslislyf, lausn
Glucos Fresenius Kabi 200 mg/ml innrennslislyf, lausn
Glucos Fresenius Kabi 500 mg/ml innrennslislyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml Glucos Fresenius Kabi 50 mg/ml innrennslislyf, lausn inniheldur:
Glúkósa 50 mg (sem
glúkósaeinhýdrat).
1 ml Glucos Fresenius Kabi 100 mg/ml innrennslislyf, lausn inniheldur:
Glúkósa 100 mg (sem
glúkósaeinhýdrat).
1 ml Glucos Fresenius Kabi 200 mg/ml innrennslislyf, lausn inniheldur:
Glúkósa 200 mg (sem
glúkósaeinhýdrat).
1 ml Glucos Fresenius Kabi 500 mg/ml innrennslislyf, lausn inniheldur:
Glúkósa 500 mg (sem
glúkósaeinhýdrat).
50 mg/ml: Osmolality: ca. 290 mOsm/kg af vatni, pH ca. 4-5, orka: 840
kJ (200 kcal)/1.000 ml.
100 mg/ml: Osmolality: ca. 600 mOsm/kg af vatni, pH ca. 4-5, orka:
1.680 kJ (400 kcal)/1.000 ml.
200 mg/ml: Osmolality: ca. 1.320 mOsm/kg af vatni, pH: ca. 4, orka:
3.360 kJ (800 kcal)/1.000 ml.
500 mg/ml: Osmolality: ca. 4.015 mOsm/kg af vatni, pH: ca. 4, orka:
8.400 kJ (2.000 kcal)/1.000 ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn.
Lausnin er tær, laus við elektrólýta og sæfð.
50 mg/ml: jafnþrýstin og litlaus.
100 mg/ml: ofþrýstin og litlaus.
200 mg/ml: ofþrýstin og litlaus eða ljósgul.
500 mg/ml: ofþrýstin og litlaus eða ljósgul.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Glucos Fresenius Kabi 50 og 100 mg/ml:
Lausn með kolvetnum til vökvameðferðar í bláæð. Sem hluti af
næringu sem gefin er með inndælingu.
Glucos Fresenius Kabi 200 og 500 mg/ml:
Óblandaðar glúkósalausnir eru notaðar sem hluti af næringu sem
gefin er í bláæð með inndælingu.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar:
Þörfin á vökva og orku er háð aldri, þyngd, efnaskiptum og
klínísku ástandi sjúklings. Læknirinn sem
sér um meðferð skal ákveða skammta og hraða innrennslis.
2
Hjá fullorðnum er ráðlagður hámarksinnrennslishraði 0
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru