Glucos Baxter Viaflo 100 mg/ml Innrennslislyf, lausn 100 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-06-2019

Virkt innihaldsefni:

Glucosum

Fáanlegur frá:

Baxter Medical AB*

ATC númer:

B05BA03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Kolvetni

Skammtar:

100 mg/ml

Lyfjaform:

Innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

067877 Poki samsett pólýólefín/pólýamíð plast (PL 2442) ; 476873 Poki samsett pólýólefín/pólýamíð plast (PL 2442)

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2010-03-26

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
GLUCOS BAXTER VIAFLO 100 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN
Virkt efni: glúkósi
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings eða
hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Lyfið heitir „Glucos Baxter Viaflo 100 mg/ml, innrennslislyf,
lausn“, en í þessum fylgiseðli er það
einungis nefnt „Glucos Baxter Viaflo“.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Glucos Baxter Viaflo og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Glucos Baxter Viaflo
3.
Hvernig nota á Glucos Baxter Viaflo
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Glucos Baxter Viaflo
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM
GLUCOS BAXTER VIAFLO OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Glucos Baxter Viaflo er sykur (glúkósa) lausn í vatni. Glúkósi er
einn af orkugjöfum líkamans.
Úr þessu innrennslislyfi fást 400 hitaeiningar í hverjum lítra.
Glucos Baxter Viaflo er notað:
-
sem sykurforði (kolvetni) eitt sér eða, eftir þörfum, við
næringargjöf í æð. Næringargjöf í æð er
notuð sem fæða fyrir sjúklinga sem geta ekki borðað. Lausnin er
gefin hægt í æð (með
innrennsli)
-
sem forvörn gegn eða meðferð við lágum blóðsykri
(blóðsykurslækkun sem veldur einkennum
en er ekki lífshættuleg)
-
til að gefa þér aukinn vökva ef líkamann skortir vatn (þú
þjáist af vökvatapi) og þig vantar
viðbótar sykur (kolvetni)
-
til að þynna önnur lyf svo að hægt sé að gefa þau í æð
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgj
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Glucos Baxter Viaflo 100 mg/ml innrennslislyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Glúkósa (sem einhýdrat): 100,00 g/l.
Hver ml inniheldur 100 mg af glúkósu (sem einhýdrat).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn.
Tær lausn, án sýnilegra agna.
Osmósuþéttni:
u.þ.b. 555 mOsm/l
pH:
3,5 til 6,5
Hitaeiningar:
1680 kJ/l (eða 400 kcal/l) (u.þ.b.)
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ábendingar Glucos Baxter Viaflo 100 mg/ml eru:
Kolvetnisforði eitt sér eða, eftir þörfum, við næringargjöf
með innrennsli (parenteral).
Forvörn og meðferð við blóðsykurslækkun.
Endurvökvun við vökvatap og vessaþurrð hjá sjúklingum með
mikla kolvetnisþörf.
Þynning á samrýmanlegum lyfjum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Skammtar og innrennslishraði Glucos Baxter Viaflo 100 mg/ml ræðst
af nokkrum þáttum, þ. á m. aldri,
þyngd og almennu ástandi sjúklingsins.
Fylgjast á með vökvajafnvægi, glúkósa í sermi, natríum í
sermi og öðrum blóðsöltum fyrir og meðan á
gjöf lyfsins stendur, einkum hjá sjúklingum með aukna seytingu
vasópressíns án osmósu (heilkenni
ónógrar ADH-seytingar (SIADH: syndrome of inappropriate antidiuretic
hormone secretion) og hjá
sjúklingum sem samhliða fá lyf sem örva seytingu vasópressíns
vegna hættu á blóðnatríumlækkun.
Eftirlit með natríum í sermi er sérstaklega mikilvægt fyrir
lífeðlisfræðilega vanþrýstna vökva. Glucos
Baxter Viaflo 100 mg/ml getur orðið mjög vanþrýstið eftir gjöf
vegna umbrots glúkósa í líkamanum
(sjá kafla 4.4, 4.5 og 4.8).
_FULLORÐNIR OG ALDRAÐIR: _
Ráðlagðir skammtar í töflu 1 miða við meðal fullorðinn
einstakling sem er u.þ.b. 70 kg að þyngd.
2
TAFLA 1
.
RÁÐLAGÐUR SKAMMTUR FYRIR FULLORÐNA (70 KG)(*)
ÁBENDINGAR
UPPHAFSSKAMMTUR
Á DAG
INNRENNSLISHRAÐI
RÁÐLAGÐUR
NOTKUNARTÍMI
Eingöngu sem
kolvetnaforði eða, eftir
þörfum, við næringargjöf
með innrennsli
Frá 500 ml til
3.
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru