Gentamicin B. Braun Innrennslislyf, lausn 3 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
08-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Gentamicinum súlfat

Fáanlegur frá:

B. Braun Melsungen AG

ATC númer:

J01GB03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Gentamicinum

Skammtar:

3 mg/ml

Lyfjaform:

Innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

586223 Glas (Glös úr lágþéttni pólýetýleni) ; 423737 Glas (Glös úr lágþéttni pólýetýleni)

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2011-01-12

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
GENTAMICIN B. BRAUN 1 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN.
GENTAMICIN B. BRAUN 3 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN.
Gentamícín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
–
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
–
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
–
Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er
minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Gentamicin B. Braun og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að gefa Gentamicin B. Braun
3.
Hvernig gefa á Gentamicin B. Braun
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Gentamicin B. Braun
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM GENTAMICIN B. BRAUN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Gentamicin B. Braun tilheyrir flokki sýklalyfja sem kallast
amínóglýkósíð. Þau eru notuð til að
meðhöndla alvarlegar sýkingar af völdum baktería sem virka efnið
gentamícín getur drepið.
Við meðferð gegn neðangreindum sjúkdómum, að undanskyldum
erfiðum sýkingum í nýrum, þvagrás
og blöðru, skal aðeins nota Gentamicin B. Braun ásamt öðrum
sýklalyfjum.
Þú getur fengið Gentamicin B. Braun til meðferðar við
eftirtöldum sjúkdómum:
–
Erfiðum og endurteknum sýkingum í nýrum, þvagrás og blöðru
–
Sýkingum í lungum og öndunarfærum sem koma fram við meðferð á
sjúkrahúsi
–
Sýkingum í kvið, þ.m.t. lífhimnubólgu
–
Sýkingum í húð og mjúkvefjum, þ.m.t. alvarlegum brunasárum
–
Blóðeitrun (bólga í öllum líkamanum), bakteríum í blóði
–
Bólgu í innra lagi hjartans (gegn sýkingum)
–
Gegn sýkingum eftir skurðaðgerðir
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ GEFA GENTAMICIN B. BRAUN
EKKI MÁ NOTA ÞETTA LYF
–
ef um er að ræða ofnæmi fyrir gentamícíni, öðrum líkum efnum
e
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Gentamicin B. Braun 1 mg/ml innrennslislyf, lausn.
Gentamicin B. Braun 3 mg/ml innrennslislyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 mg/ml innrennslislyf, lausn:
1 ml af innrennslislyfi, lausn inniheldur gentamícínsúlfat sem
jafngildir 1 mg af gentamícíni.
Ein 80 ml plastflaska inniheldur 80 mg af gentamícíni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
283 mg (12 mmól) af natríum (sem klóríð) í hverri 80 mg
plastflösku.
3 mg/ml innrennslislyf, lausn:
1 ml af innrennslislyfi, lausn inniheldur gentamícínsúlfat sem
jafngildir 3 mg af gentamícíni.
Ein 80 ml plastflaska inniheldur 240 mg af gentamícíni.
Ein 120 ml plastflaska inniheldur 360 mg af gentamícíni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
283 mg (12 mmól) af natríum (sem klóríð) í hverri 80 mg flösku.
425 mg (18 mmól) af natríum (sem klóríð) í hverri 120 mg
flösku.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn.
Tær litlaus vatnslausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar við alvarlegum sýkingum af völdum baktería sem eru
næmar fyrir gentamícíni þegar
örverueyðandi lyf með minni eiturverkanir eru ekki virk.
Við öllum ábendingum, nema erfiðum þvagfærasýkingum, á aðeins
að nota Gentamicin B. Braun
1 mg/ml innrennslislyf, lausn og Gentamicin B. Braun 3 mg/ml
innrennslislyf, lausn ásamt öðrum
viðeigandi sýklalyfjum (aðallega ásamt beta-laktam sýklalyfi eða
með sýklalyfi sem er virkt gegn
loftfælnum bakteríum).
Við þessar aðstæður má nota Gentamicin B. Braun 1 mg/ml
innrennslislyf, lausn og Gentamicin B.
Braun 3 mg/ml innrennslislyf, lausn gegn:
–
Erfiðum og endurteknum þvagfærasýkingum,
–
Sjúkrahússýkingum í neðri hluta öndunarfæra, þ.m.t. alvarlegri
lungnabólgu,
–
Sýkingum í kviðarholi, þ.m.t. lífhimnubólgu,
–
Sýkingum í húð og mjúkvefjum, þ.m.t. alvarlegum bruna,
–
Blóðeitrun, þ.m.t. bakteríudreyra,
–
Hjartaþelsbólgu af völdum baktería,
–
Sýkingum eftir sku
                                
                                Lestu allt skjalið