Fosrenol Tuggutafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
14-11-2023

Virkt innihaldsefni:

Lanthanum karbónat

Fáanlegur frá:

Takeda Pharmaceuticals International AG Ireland Branch

ATC númer:

V03AE03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Lanthanum karbónat

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Tuggutafla

Gerð lyfseðils:

(R Z) Sérfræðingsmerkt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

023066 Töfluílát Fjölpakkning sem inniheldur 90 tuggutöflur (2 pakkningar með 45).

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-05-25

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
FOSRENOL 250 MG TUGGUTÖFLUR
FOSRENOL 500 MG TUGGUTÖFLUR
FOSRENOL 750 MG TUGGUTÖFLUR
FOSRENOL 1000 MG TUGGUTÖFLUR
lanthanum
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Fosrenol og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Fosrenol
3.
Hvernig nota á Fosrenol
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Fosrenol
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FOSRENOL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Fosrenol er notað til að lækka fosfatgildi í blóði fullorðinna
sjúklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm.
Sjúklingar með nýru sem starfa ekki eðlilega geta ekki haft hemil
á fosfatgildum í blóðinu.
Fosfatmagnið í blóðinu eykst því (læknirinn gæti kallað það
blóðfosfathækkun eða hýperfosfatemíu).
Fosrenol er lyf sem minnkar frásog í líkamanum á fosfati úr
fæðunni með því að binda það í
meltingarveginum. Fosfat sem binst Fosrenol getur ekki frásogast
gegnum þarmavegginn.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FOSRENOL
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA FOSRENOL
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir lanthanum karbónat hýdrati eða
einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (ta
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Fosrenol 500 mg tuggutöflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tuggutafla inniheldur lanthanumkarbónathýdrat sem samsvarar 500
mg af lanthanumi.
_ _
Hjálparefni með þekkta verkun
Tuggutöflurnar innihalda einnig að meðaltali 1.066 mg af
dextrötum, sem innihalda glúkósa.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tuggutafla.
Hvítar, kringlóttar, 18 mm, flatar töflur með sniðbrúnum,
þrykktar með „S405/500“ á annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fosrenol er ætlað fullorðnum sjúklingum sem fosfatbindandi lyf til
að hafa stjórn á
_ _
blóðfosfathækkun
hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna nýrnabilun sem eru í
blóðskilun eða samfelldri kviðskilun á
göngudeild (CAPD). Fosrenol er einnig ætlað fullorðnum sjúklingum
með langvinnan nýrnasjúkdóm,
sem eru ekki í skilun en eru með fosfatgildi í sermi

1,78 mmól/l, þegar fosfatsnautt mataræði eitt sér
nægir ekki til að hafa hemil á fosfatgildum í sermi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Fosrenol er ætlað til inntöku.
Tyggja verður töflurnar algjörlega og ekki má kyngja þeim heilum.
Til þess auðvelda sér að tyggja
töflurnar má mylja þær. Fosrenol duft til inntöku má nota í
stað tuggutaflanna hjá sjúklingum sem eiga
erfitt með að tyggja töflurnar, þar sem það er fáanlegt (sjá
kafla 4.4).
_ _
_Fullorðnir, þ.m.t. aldraðir (>65 ára) _
Taka ber Fosrenol með eða strax á eftir mat og skipta dagskammtinum
á máltíðir. Sjúklingum ber að
halda sig við ráðlagt mataræði til að stýra fosfat- og
vökvaneyslu. Fosrenol er tuggutafla og því er ekki
nauðsynlegt að neyta vökva með lyfinu. Fylgjast skal með
fosfatgildum í sermi og stilla Fosrenol
skammtinn af á 2 til 3 vikna fresti þar til viðunandi fosfatgildi
í sermi næst, og hafa reglulegt eftirlit
upp frá því.
Sýnt hefur verið fram á að hægt er að halda fosfatgildum í
sermi í skefjum með skömmtum sem byrja
allt frá 750 mg á da
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru