Fluconazol Krka Hart hylki 200 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Fluconazolum INN

Fáanlegur frá:

Krka Sverige AB

ATC númer:

J02AC01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Fluconazolum

Skammtar:

200 mg

Lyfjaform:

Hart hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

046214 Þynnupakkning Ál/PVC-PVDC V0419

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-06-14

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FLUCONAZOL KRKA 50 MG HÖRÐ HYLKI
FLUCONAZOL KRKA 100 MG HÖRÐ HYLKI
FLUCONAZOL KRKA 150 MG HÖRÐ HYLKI
FLUCONAZOL KRKA 200 MG HÖRÐ HYLKI
fluconazol
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Fluconazol Krka og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Fluconazol Krka
3.
Hvernig nota á Fluconazol Krka
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Fluconazol Krka
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FLUCONAZOL KRKA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Fluconazol Krka tilheyrir flokki lyfja sem kallast „sveppalyf“.
Virka efnið er fluconazol.
Fluconazol Krka er notað til að meðhöndla sýkingar af völdum
sveppa og einnig er hægt að nota það
til að koma í veg fyrir að þú fáir candidasýkingu.
Gersveppurinn
_Candida_
er algengasta orsök
sveppasýkinga.
FULLORÐNIR
Læknirinn gæti hafa ávísað þessu lyfi til að meðhöndla
eftirfarandi sveppasýkingar:
-
Heilahimnubólgu af völdum sætumyglu (cryptococcal meningitis) –
sveppasýking í heila.
-
Þekjumyglu (coccidiodomycosis) – sjúkdómur í lungum.
-
Sýkingar af völdum
_Candida_
sem finnast í blóði, líffærum (t.d. hjarta, lungum) eða
þvagrás.
-
Sveppasýkingu í slímhúðum – sýking í slímhúðinni sem
þekur munninn og kokið að innan og
sár/eymsli eftir gervitennur.
-
Sveppasýkingu í leggöngum eða
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Fluconazol Krka 50 mg hörð hylki.
Fluconazol Krka 100 mg hörð hylki.
Fluconazol Krka 150 mg hörð hylki.
Fluconazol Krka 200 mg hörð hylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hylki inniheldur: 50 mg, 100 mg, 150 mg eða 200 mg af
fluconazoli.
Hjálparefni með þekkta verkun:
50 mg hylki
100 mg hylki
150 mg hylki
200 mg hylki
Laktósaeinhýdrat
49,8 mg
99,6 mg
149,4 mg
199,2 mg
Asórúbín
/
/
/
0,05 mg
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hart hylki.
Fluconazol Krka 50 mg: Blátt/hvítt hylki
Fluconazol Krka 100 mg: Blátt/hvítt hylki
Fluconazol Krka 150 mg: Blátt/blátt hylki
Fluconazol Krka 200 mg: Fjólublátt/hvítt hylki
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fluconazol Krka er ætlað til meðferðar við eftirfarandi
sveppasýkingum (sjá kafla 5.1).
Fluconazol Krka er ætlað fullorðnum til meðferðar við:
-
Mengisbólgu af völdum sætumyglu (cryptococcal meningitis) (sjá
kafla 4.4).
-
Þekjumyglu (coccoidioidomycosis) (sjá kafla 4.4).
-
Ífarandi candidasýkingu.
-
Candidasýkingum í slímhúðum, þ.m.t. í munnholi og koki,
candidasýkingu í vélinda,
hvítsveppamigu og langvinnri candidasýkingu í húð og slímhúð.
-
Langvinnri rýrnun í munni vegna candidasýkingar (sár undir
gervitönnum), ef góð tannhirða og
staðbundin meðferð reynast ekki fullnægjandi.
-
Candidasýkingu í leggöngum, bráðri eða endurtekinni, þegar
staðbundin meðferð á ekki við.
-
Sýkingu af völdum
_Candidal balanitis,_
þegar staðbundin meðferð á ekki við.
-
Sveppasýkingum í húð, þ.m.t. fótsveppum (
_tinea pedis_
), búksveppum (
_tinea corporis_
),
klofsveppum (
_tinea cruris_
), litbrigðamyglu (
_tinea versicolor_
) og candidasýkingum í húð þegar
ábending er fyrir altækri meðferð.
-
Naglsveppum (
_tinea unguinium/onychomycosis_
), þegar önnur lyf eru ekki talin henta.
2
Fluconazol Krka er ætlað fullorðnum til fyrirbyggjandi meðferðar
við:
-
Endurkomu mengisbólgu af völdum sætumyglu hjá sj
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru