Flixotide Innúðalyf, dreifa 125 míkróg/skammt

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-02-2022

Virkt innihaldsefni:

Fluticasonum própíónat

Fáanlegur frá:

GlaxoSmithKline Pharma A/S

ATC númer:

R03BA05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Fluticasonum

Skammtar:

125 míkróg/skammt

Lyfjaform:

Innúðalyf, dreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

163493 Úðaílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1994-07-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FLIXOTIDE 50
MÍKRÓG/SKAMMT INNÚÐALYF, DREIFA
FLIXOTIDE 125
MÍKRÓG/SKAMMT INNÚÐALYF, DREIFA
FLIXOTIDE 250
MÍKRÓG/SKAMMT INNÚÐALYF, DREIFA
flútíkasónprópíónat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Flixotide og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Flixotide
3.
Hvernig nota á Flixotide
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Flixotide
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FLIXOTIDE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
•
Flixotide inniheldur nýrnahettuhormón sem hindrar slímmyndum og
þrota í öndunarfærum. Loft
berst þá auðveldar til lungna og öndun verður auðveldari.
Einkenni astma t.d. hósti og andnauð
minnka eða hverfa.
•
Flixotide má nota til að fyrirbyggja astma.
•
Ef þú ert með astma er mikilvægt að þú notir lyfið daglega.
Flixotide á að nota að morgni og að
kvöldi – einnig þegar engin einkenni eru.
•
Flixotide innúðalyf má nota handa fullorðnum og börnum frá 1
árs aldri.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA F
LIXOTIDE
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA FLIXOTIDE
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir flútíkasónprópíó
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Flixotide 50 míkróg/skammt innúðalyf, dreifa.
Flixotide 125 míkróg/skammt innúðalyf, dreifa.
Flixotide 250 míkróg/skammt innúðalyf, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
Flútíkasónprópíónat 50, 125 og 250 míkróg/skammt.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innúðalyf, dreifa.
Dreifan er hvítleit.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fyrirbyggjandi meðferð við astma.
Flixotide er ætlað fullorðnum og börnum frá 1 árs aldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Fullorðnir og börn frá 16 ára aldri:
Einstaklingsbundin skömmtun, vanalega 100-1.000 míkróg 2 sinnum á
sólarhring.
Vægur astmi:
100-250 míkróg 2 sinnum á sólarhring
Miðlungsslæmur astmi:
250-500 míkróg 2 sinnum á sólarhring
Slæmur astmi:
500-1.000 míkróg 2 sinnum á sólarhring
Samþykktur hámarksskammtur hjá fullorðnum og börnum frá 16 ára
aldri er 1.000 míkróg tvisvar
sinnum á sólarhring.
Börn eldri en 4 ára:
50-200 míkróg 2 sinnum á sólarhring.
Samþykktur hámarksskammtur hjá börnum frá 4 ára aldri er 200
míkróg tvisvar sinnum á sólarhring.
Börn 1-4 ára:
100 míkróg 2 sinnum á sólarhring.
Hjá ungum börnum skal nota úðabelg, Babyhaler.
Samþykktur hámarksskammtur hjá börnum 1 til 4 ára er 100 míkróg
tvisvar sinnum á sólarhring.
Sjúklingar skulu fá Flixotide í þeim styrkleika sem hæfir
alvarleikastigi astmans þeirra.
2
Með jöfnu millibili skal læknir fylgjast með sjúklingi svo
skammturinn haldist sem ákjósanlegastur og
aðeins læknir má breyta skammti. Aðlaga skal skammt að lægsta
skammti sem hefur verkun (sjá
kafla 4.4).
Ef sjúklingum finnst áhrif skammvirkra berkjuvíkkandi lyfja minnka
eða ef þeir þurfa fleiri skammta
en venjulega, ættu þeir að leita læknis.
Tilætluð áhrif koma fram eftir 4 til 7 daga þó svo að einhver
ávinningur geti komið fram strax eftir
24 klst. hjá sjúklingum sem ekki hafa áður fengið stera til
innöndunar.
Til að ná hagstæðustu v
                                
                                Lestu allt skjalið