Finasterid STADA Filmuhúðuð tafla 1 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
03-02-2020

Virkt innihaldsefni:

Finasteridum INN

Fáanlegur frá:

STADA Arzneimittel AG

ATC númer:

D11AX10

INN (Alþjóðlegt nafn):

Finasteridum

Skammtar:

1 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

528076 Þynnupakkning þynna Ál/ál

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-04-13

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FINASTERID STADA 1 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
finasterid
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Finasterid STADA og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Finasterid STADA
3.
Hvernig nota á Finasterid STADA
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Finasterid STADA
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FINASTERID STADA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
FINASTERID STADA ER EINGÖNGU ÆTLAÐ TIL NOTKUNAR HJÁ KÖRLUM. KONUR
OG BÖRN EIGA EKKI AÐ NOTA
LYFIÐ.
Finasterid STADA inniheldur lyf sem kallast finasterid. Finasterid
STADA er notað sem meðferð við
byrjunarstigi karlaskalla (androgenetic alopecia) hjá körlum á
aldrinum 18-41 árs. Ef þú hefur
einhverjar spurningar um karlaskalla eftir að hafa lesið þennan
fylgiseðil skaltu hafa samband við
lækninn.
Karlaskalli er algengur og er talinn orsakast af samsetningu
erfðaþátta og hormóns sem kallast
tvíhýdrótestósterón (DHT). DHT veldur styttingu á vaxtarferli
hársins og þynningu á hárinu.
Finasterid STADA lækkar gildi DHT í hársverðinum með því að
hamla ensími (5-alfa-redúktasa,
gerð II) sem breytir testósteróni í DHT. Aðeins karlar með vægt
til miðlungi mikið en ekki algert
hártap geta vænst þess að fá ávinning af notkun Finasterid
STADA. Hjá flestum körlum sem notuðu
Finasterid STAD
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Finasterid STADA 1 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Virkt innihaldsefni: finasterid.
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 1 mg af finasteridi.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 99,55 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Rauðbrúnar, kringlóttar, tvíkúptar, 7 mm, filmuhúðaðar
töflur, merktar með „F1“ á annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Við byrjunarstigi karlaskalla (androgenetic alopecia) hjá körlum:
Finasterid STADA stöðvar
framgang karlaskalla hjá körlum á aldrinum 18-41 árs. Verkun
lyfsins við hártapi á gagnaugasvæði
(bitemporal recession) og lokastigi hártaps hefur ekki verið
staðfest.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Eingöngu til inntöku.
Ráðlagður skammtur er 1 tafla (1 mg) á dag. Finasterid STDA má
taka með eða án fæðu.
Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi sem benda til þess að aukinn
skammtur auki verkun lyfsins.
Læknirinn á stöðugt að meta verkun og lengd meðferðar. Almennt
þarf meðferð í 3-6 mánuði áður en
búast má við að hártap stöðvist. Áframhaldandi meðferð er
ráðlögð til að ávinningur haldist.
Ef meðferð er stöðvuð, byrjar ávinningur meðferðarinnar að
ganga til baka innan 6 mánaða og innan 9
til 12 mánaða verður ástandið svipað og við upphaf meðferðar.
Ekki er þörf á skammtabreytingum hjá sjúklingum með skerta
nýrnastarfsemi.
_Skammtur þegar um skerta lifrarstarfsemi er að ræða _
Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um sjúklinga með skerta
lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4).
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
sem talin eru upp í kafla 6.1.
Lyfið er ekki ætlað konum (sjá kafla 4.6, 5.1 og 6.6).
2
Ekki ætlað körlum sem nota 5 mg finasteridtöflur eða einhvern
annan 5-alfa redúktasahemil við
góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli eða öðru
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru