Fentanyl Alvogen (Fentanyl ratiopharm) Forðaplástur 100 míkróg/klst.

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
17-04-2023

Virkt innihaldsefni:

Fentanylum INN

Fáanlegur frá:

Alvogen ehf.

ATC númer:

N02AB03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Fentanylum

Skammtar:

100 míkróg/klst.

Lyfjaform:

Forðaplástur

Gerð lyfseðils:

(R X) Eftirritunarskylt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

545705 Skammtapoki Hverjum forðaplástri er pakkað í sérstakan skammtapoka V0223

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2012-08-24

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FENTANYL ALVOGEN 12 MÍKRÓGRÖMM/KLST. FORÐAPLÁSTUR
FENTANYL ALVOGEN 25 MÍKRÓGRÖMM/KLST. FORÐAPLÁSTUR
FENTANYL ALVOGEN 50 MÍKRÓGRÖMM/KLST. FORÐAPLÁSTUR
FENTANYL ALVOGEN 100 MÍKRÓGRÖMM/KLST. FORÐAPLÁSTUR
fentanyl
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef
þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Fentanyl Alvogen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Fentanyl Alvogen
3.
Hvernig nota á Fentanyl Alvogen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Fentanyl Alvogen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FENTANYL ALVOGEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Heiti lyfsins er Fentanyl Alvogen.
Plástarnir stuðla að því að draga úr svæsnum, langvarandi
verkjum:
•
hjá fullorðnum sem þurfa stöðuga verkjameðferð
•
hjá börnum eldri en 2 ára sem eru þegar á ópíóíðlyfjum og
þurfa stöðuga verkjameðferð.
Fentanyl Alvogen inniheldur lyf sem kallast fentanyl. Það er í
hópi sterkra verkjalyfja sem kallast
ópíóíðar.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FENTANYL ALVOGEN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
Láttu lækninn eða lyfjafræðing einkum vita ef þú notar:

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
103SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Fentanyl Alvogen 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur.
Fentanyl Alvogen 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur.
Fentanyl Alvogen 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur.
Fentanyl Alvogen 100 míkrógrömm/klst. forðaplástur.
2.
INNIHALDSLÝSING
_Fentanyl Alvogen 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur _
Úr hverjum plástri losna 12,5 míkrógrömm af fentanyli á
klukkustund. Hver 3,75 cm
2
plástur
inniheldur 2,063 mg af fentanyli.
_ _
_Fentanyl Alvogen 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur _
Úr hverjum plástri losna 25 míkrógrömm af fentanyli á
klukkustund. Hver 7,5 cm
2
plástur inniheldur
4,125 mg af fentanyli.
_ _
_Fentanyl Alvogen 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur _
Úr hverjum plástri losna 50 míkrógrömm af fentanyli á
klukkustund. Hver 15 cm
2
plástur inniheldur
8,25 mg af fentanyli.
_ _
_Fentanyl Alvogen 100 míkrógrömm/klst. forðaplástur _
Úr hverjum plástri losna 100 míkrógrömm af fentanyli á
klukkustund. Hver 30 cm
2
plástur inniheldur
16,5 mg af fentanyli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðaplástur.
_Fentanyl Alvogen 12 míkrógrömm/klst. forðaplástur _
Gegnsær litlaus plástur með blárri áletrun á filmunni á
bakhliðinni: „fentanyl 12 μg/h“.
_ _
_Fentanyl Alvogen 25 míkrógrömm/klst. forðaplástur _
Gegnsær litlaus plástur með blárri áletrun á filmunni á
bakhliðinni: „fentanyl 25 μg/h“.
_ _
_Fentanyl Alvogen 50 míkrógrömm/klst. forðaplástur _
Gegnsær litlaus plástur með blárri áletrun á filmunni á
bakhliðinni: „fentanyl 50 μg/h“.
_ _
_Fentanyl Alvogen 100 míkrógrömm/klst. forðaplástur _
Gegnsær litlaus plástur með blárri áletrun á filmunni á
bakhliðinni: „fentanyl 100 μg/h“
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fullorðnir
2
Fentanyl Alvogen er ætlað til meðferðar á miklum, langvinnum
verkjum þegar þörf er á samfelldri
langtíma meðferð með ópíóíðum.
Börn
Langtíma meðferð við miklum langvinnum verkjum
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru