Felodipine Alvogen (Felodipin ratiopharm) Forðatafla 5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-08-2022

Virkt innihaldsefni:

Felodipinum INN

Fáanlegur frá:

Alvogen ehf.

ATC númer:

C08CA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Felodipinum

Skammtar:

5 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

103975 Þynnupakkning PVC/PVDC álþynna

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2014-08-26

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FELODIPINE ALVOGEN 2,5 MG FORÐATÖFLUR
FELODIPINE ALVOGEN 5 MG FORÐATÖFLUR
FELODIPINE ALVOGEN 10 MG FORÐATÖFLUR
felodipin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er
minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Felodipine Alvogen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Felodipine Alvogen
3.
Hvernig nota á Felodipine Alvogen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Felodipine Alvogen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FELODIPINE ALVOGEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Felodipin
e Alvogen
inniheldur virka efnið felodipin. Það tilheyrir flokki lyfja sem
kallast
kalsíumgangalokar. Það lækkar blóðþrýsting með því að
víkka litlar æðar. Það hefur ekki neikvæð
áhrif á virkni hjartans.
Felodipin
e Alvogen
er notað í meðferð á háum blóðþrýstingi (háþrýstingi) og
hjarta- og brjóstverk
sem er til kominn vegna t.d. áreynslu eða streitu (hjartaöng).
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FELODIPINE ALVOGEN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA FELODIPINE ALVOGEN:
•
ef þú ert þunguð. Þú skalt láta lækninn vita eins fljótt og
hægt er ef þú verður þunguð á meðan
lyfið er notað.
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir felodip
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1. HEITI LYFS
Felodipine Alvogen 2,5 mg forðatöflur.
Felodipine Alvogen 5 mg forðatöflur.
Felodipine Alvogen 10 mg forðatöflur.
2. INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 2,5 mg af felodipini.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla inniheldur 25,2 mg af laktósaeinhýdrati.
Hver tafla inniheldur 5 mg af felodipini.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla inniheldur 23,95 mg af laktósaeinhýdrati.
Hver tafla inniheldur 10 mg af felodipini.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla inniheldur 21,45 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3. LYFJAFORM
Forðatafla.
_2,5 mg_
Kringlótt, tvíkúpt, gul, filmuhúðuð tafla.
_5 mg_
Kringlótt, tvíkúpt, ljósbleik, filmuhúðuð tafla.
_10 mg_
Kringlótt, tvíkúpt, rauðbrún, filmuhúðuð tafla.
4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1 ÁBENDINGAR
Háþrýstingur.
Stöðug hjartaöng.
2
4.2 SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Háþrýstingur_
Aðlaga skal skammt einstaklingsbundið. Meðferð má hefja með 5 mg
einu sinni á dag. Skammtinn má
minnka í 2,5 mg eða auka í 10 mg eftir því sem við á, í
samræmi við hvernig sjúklingurinn bregst við.
Ef þörf krefur má bæta öðru háþrýstingslyfi við. Venjulegur
viðhaldsskammtur er 5 mg einu sinni á
dag.
_Hjartaöng_
Aðlaga skal skammt einstaklingsbundið. Meðferð skal hefja með 5
mg einu sinni á dag og auka í
10 mg einu sinni á dag, ef þörf krefur.
_Aldraðir_
Íhuga skal að hefja meðferð með minnsta mögulega skammti.
_Skert nýrnastarfsemi_
Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta
nýrnastarfsemi.
_Skert lifrarstarfsemi_
Plasmaþéttni felodipins getur verið meiri hjá sjúklingum með
skerta lifrarstarfsemi og þeir gætu sýnt
svörun við minni skammta (sjá kafla 4.4).
_Börn_
Takmarkaðar upplýsingar eru úr klínískum rannsóknum á notkun
felodipins hjá börnum með
háþrýsting (sjá kafla 5.1 og 5.2).
Lyfjagjöf
Töflurnar skal gleypa með vatni að morgni. Til að viðhalda

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru