Felden Hlaup 0,5 %

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
30-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Piroxicamum INN

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

M02AA07

INN (Alþjóðlegt nafn):

Piroxicamum

Skammtar:

0,5 %

Lyfjaform:

Hlaup

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

152348 Túpa ; 061465 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1996-04-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FELDEN 0,5%, HLAUP
píroxíkam
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
●
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
●
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.
●
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
●
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan nokkurra daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Felden og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Felden
3.
Hvernig nota á Felden
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Felden
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FELDEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Felden tilheyrir flokki bólgueyðandi lyfja sem ekki eru sterar
(NSAID). Felden dregur úr bólgu og er
verkjastillandi.
Þú getur notað Felden við verkjum, eymslum og þrota í vöðvum,
sinum og liðum vegna bólgu.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA FELDEN
EKKI MÁ NOTA FELDEN
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir píroxíkami eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú hefur áður fundið fyrir öndunarerfiðleikum, bólgu í
andliti, koki, tungu eða slímhúð, astma,
nefkvefi eða ofsakláða eftir meðferð með asetýlsalisýlsýru
eða öðrum verkjastillandi lyfjum
(NSAID).
-
ef þú ert á síðustu 3 mánuðum meðgöngu.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Ef þú færð ertingu eða útbrot á meðfer
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Felden 0,5% hlaup.
2.
INNIHALDSLÝSING
Píroxíkam 0,5%.
Hjálparefni með þekkta verkun
Própýlenglýkól 200 mg/g
Bensýlalkóhól 10 mg/g
Vatnsfrítt etanól 240 mg/g
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hlaup.
Hlaupið er glært til ljósgult.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Staðbundin stoðkerfisvandamál svo sem bólgusjúkdómar eða
meiðsl á vöðvum og sinum. Verkir
vegna slitgigtar.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir: _
Eitt gramm 0,5% hlaup (2-5 cm), samsvarandi 5 mg píroxíkams, er
borið á viðkomandi húðsvæði
3-4 sinnum á sólarhring. Hlaupinu er nuddað inn í húðina þar
til hún er orðin þurr viðkomu.
Ekki skal nota lokaðar sáraumbúðir.
_Börn: _
Má ekki nota handa börnum yngri en 15 ára nema samkvæmt
læknisráði.
_ _
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ofnæmi fyrir virka efninu (píroxíkam) eða einhverju
hjálparefnanna sem talin eru upp í
kafla 6.1.
-
Síðasta þriðjungur meðgöngu.
Hugsanlega getur komið fram krossofnæmi fyrir asetýlsalisýlsýru
og öðrum bólgueyðandi
gigtarlyfjum (NSAID). Píroxíkam má ekki nota handa sjúklingum ef
asetýlsalisýlsýra eða önnur
NSAID-lyf valda einkennum eins og astma, nefslímubólgu, ofsabjúg
eða ofsakláða.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Ef staðbundin erting kemur fram á að hætta notkun Felden hlaupsins
og hefja aðra viðeigandi meðferð.
Ekki skal nota hlaupið í augu, á slímhúðir, opin sár eða við
húðsjúkdómum.
Greint hefur verið frá tilvikum um endurtekin lyfjaútbrot á sama
stað (fixed drug eruption (FDE)) í
tengslum við píroxíkam.
Ekki á að hefja meðferð með píroxíkami að nýju hjá
sjúklingum með sögu um endurtekin lyfjaútbrot á
sama stað sem tengjast píroxíkami. Mögulega getur verið
víxlverkun við önnur oxíkam-lyf.
Bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar, þ.m.t. píroxíkam, geta
valdið millivefsnýrnabólgu,
nýrungaheilkenni (nephrotic syndrom
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru