Euthyrox Tafla 50 míkróg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
15-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Levothyroxinum natríum

Fáanlegur frá:

Merck AB

ATC númer:

H03AA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Levothyroxinum natrium

Skammtar:

50 míkróg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

471066 Þynnupakkning PVC- filma með ál-yfirfilmu eða álfilma með ál-yfirfilmu..

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2001-09-20

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
EUTHYROX 25 MÍKRÓG TÖFLUR
EUTHYROX 50 MÍKRÓG TÖFLUR
EUTHYROX 100 MÍKRÓG TÖFLUR
Levótýroxínnatríum
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Euthyrox og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Euthyrox
3.
Hvernig nota á Euthyrox
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Euthyrox
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM EUTHYROX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Levótýroxín, virka efnið í Euthyrox, er sérframleitt
skjaldkirtilshormón til að meðhöndla sjúkdóma og
starfstruflanir í skjaldkirtli. Áhrif þess eru þau sömu og af
náttúrulegum skjaldkirtilshormónum.
Euthyrox er notað
-
til að meðhöndla góðkynja stækkun á skjaldkirtli hjá
sjúklingum með eðlilega
skjaldkirtilsstarfsemi,
-
til að fyrirbyggja að skjaldkirtill stækki aftur eftir
skurðaðgerð,
-
til að koma í stað náttúrulegra skjaldkirtilshormóna, þegar
skjaldkirtillinn framleiðir ekki
nægilegt magn af þeim,
-
til að bæla æxlisvöxt hjá sjúklingum með krabbamein í
skjaldkirtli.
Euthyrox 25 míkróg, 50 míkróg og 100 míkróg töflur eru einnig
notaðar til að koma blóðgildum
skjaldkirtilshormóna í jafnvægi, þegar offramleiðsla hormóna er
meðhöndluð með lyfjum við
ofstarfsemi skjaldkirtils.
_ _
Euthyrox 100 míkróg má einnig nota við prófun á starfsemi
skjal
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Euthyrox 25 míkróg töflur
Euthyrox 50 míkróg töflur
Euthyrox 100 míkróg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
1 tafla Euthyrox 25 míkróg inniheldur 25 míkróg af
levótýroxínnatríum
1 tafla Euthyrox 50 míkróg inniheldur 50 míkróg af
levótýroxínnatríum
1 tafla Euthyrox 100 míkróg inniheldur 100 míkróg af
levótýroxínnatríum
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Töflur.
Beinhvítar, kringlóttar, flatar á báðum hliðum, með skákanti,
deiliskoru og áletrun á annarri hliðinni:
Euthyrox 25 míkróg
EM 25
Euthyrox 50 míkróg
EM 50
Euthyrox 100 míkróg
EM 100
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Euthyrox 25-200 míkróg
-
Meðferð við góðkynja stækkun á skjaldkirtli með eðlilegum
efnaskiptum (euthyroid goiter).
-
Til að fyrirbyggja bakslag eftir skurðaðgerð við
skjaldkirtilsstækkun, fer eftir hormónabúskap
eftir aðgerð.
-
Uppbótarmeðferð við vanstarfsemi í skjaldkirtli.
-
Bælingarmeðferð við krabbameini í skjaldkirtli.
Euthyrox 25-100 míkróg
-
Uppbótarmeðferð samhliða skjaldkirtilshamlandi lyfjum við
ofstarfsemi í skjaldkirtli.
Euthyrox 100/150/200 míkróg
-
Til notkunar við sjúkdómsgreiningar fyrir skjaldkirtilsbælandi
próf.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Til að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir hvers
sjúklings, eru töflurnar fáanlegar með
levótýroxínnatríum innihaldi á bilinu 25-200 míkróg.
Sjúklingar þurfa því yfirleitt aðeins að taka eina
töflu á dag.
Leiðbeiningar um skammta eru aðeins til viðmiðunar.
2
Dagsskammt einstaklinga á að ákveða með tilliti til prófana og
klínískra athugana.
Vegna þess að hluti sjúklinganna sýnir hækkaða þéttni T
4
og
_f_
T
4
, gefur grunnsermisgildi stýrihormóna
skjaldkirtils betri upplýsingar fyrir áframhaldandi meðferð.
Hefja á meðferð með skjaldkirtilshormónum á lágum skömmtum og
auka þá smám saman á 2-4 vikna
fresti þar til
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru