Etalpha Mjúkt hylki 0,25 míkróg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-04-2021

Virkt innihaldsefni:

Alfacalcidolum INN

Fáanlegur frá:

CHEPLAPHARM Arzneimittel GmbH

ATC númer:

A11CC03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Alfacalcidolum

Skammtar:

0,25 míkróg

Lyfjaform:

Mjúkt hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

419242 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1979-11-13

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ETALPHA 0,25 MÍKRÓGRÖMM MJÚK HYLKI
ETALPHA 1 MÍKRÓGRÖMM MJÚK HYLKI
alfakalsídól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU UPPLÝSINGAR UM
:
1.
Upplýsingar um Etalpha og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Etalpha
3.
Hvernig nota á Etalpha
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Etalpha
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ETALPHA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Etalpha inniheldur alfakalsídól, sem er efni sem líkist
D-vítamíni og örvar upptöku kalks (kalsíums)
og fosfórs (fosfats) úr fæðu í meltingarvegi.
Ef þú ert með truflun á kalkefnaskiptum líkamans getur þú
notað Etalpha til að komast hjá breytingum
í beinum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ETALPHA
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA ETALPHA HYLKI
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir alfakalsídóli eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
•
ef þú ert með of mikið kalsíum í blóði, sjá kafla 4.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Etalpha
er notað.
Meðan á meðferð með Etalpha stendur skal fylgjast vel með nýrum
og gera tíðar m
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Etalpha 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm mjúk hylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Alfakalsídól 0,25 míkrógrömm og 1 míkrógramm.
Hjálparefni með þekkta verkun
Sesamolía
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mjúkt hylki.
Útlit
0,25 míkrógrömm: Kremlituð hylki.
1 míkrógramm: Brúnleit hylki.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Truflanir í kalk- og fosfatefnaskiptum sem stafa af minnkaðri
framleiðslu á 1,25-díhýdroxývítamín D
3
.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Etalpha má gefa einu sinni á sólarhring.
Einnig má meðhöndla sjúklinga í blóðskilun eða kviðskilun 2-3
sinnum í viku í tengslum við
skilunina.
Dagleg skömmtun:
Skömmtun er einstaklingsbundin og skal fylgjast vel með
kalsíummagni í sermi.
Fullorðnir og börn þyngri en 20 kg:
Upphafsskammtur er 1 míkrógramm á sólarhring.
Viðhaldsskammtur: Venjulega 0,25-2 míkrógrömm á sólarhring.
Börn léttari en 20 kg:
Upphafsskammtur er 0,05 míkrógrömm/kg á sólarhring.
_ _
Skömmtun tvisvar til þrisvar sinnum í viku:
Þetta er annar valkostur við daglega meðferð við
nýrnabeinkyrkingi/afleiddri kalkvakaofseytingu hjá
fullorðnum sjúklingum sem þurfa skilun.
Í upphafi eru gefin 0,5-2 míkrógrömm 2-3 sinnum í viku þar sem
fylgst er náið með
2
kalkkirtlahormónum, kalsíumi og fosfati. Skammtar eru aðlagaðir
að 0,25-0,5 míkrógramma bilum þar
til klínískum kjörskammti fyrir kalkkirtlahormón, kalsíum og
fosfat er náð.
_Skipt úr daglegri meðferð yfir í meðferð 2-3 sinnum í viku: _
Hjá sjúklingum í skilun sem fá þegar daglega meðferð með
Etalpha til inntöku reiknast nýr skammtur
sem: raunverulegur dagskammtur × 7/3. Skammturinn sem þetta leiðir
til má laga að næstu
0,25 míkrógrömmum og gefa 3 sinnum í viku í lok
skilunarmeðferðarinnar. Ef skilunarmeðferðin fer
aðeins fram tvisvar í viku reiknast hver skammtur sem raunverulegur
dagskammtur × 7/2.
Heildarvikuskammtur á að vera s
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru