Estrogel Hlaup 0,6 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
14-11-2023

Virkt innihaldsefni:

Estradiol

Fáanlegur frá:

Besins Healthcare Ireland Limited

ATC númer:

G03CA03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Estradiolum

Skammtar:

0,6 mg/g

Lyfjaform:

Hlaup

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

542474 Mælipumpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1997-05-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ESTROGEL 0,6 MG/G HLAUP
estradíól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Estrogel og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Estrogel
3.
Hvernig nota á Estrogel
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Estrogel
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ESTROGEL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Estrogel er tært hlaup sem borið er á húðina. Hlaupið berst til
líkamans um húðina.
Estrogel er notað sem hormónauppbótarmeðferð.
Estrogel er notað við einkennum estrógenskorts. Estrógenskortur
verður á breytingarskeiðinu eða við
brottnám beggja eggjastokka með skurðaaðgerð. Óþægindi sem
fylgja estrógenskorti eru hitasteypur,
skapsveiflur, liðverkir og slímhúðarþurrkur í leggöngum og
þvagrás.
Beinþynning getur einnig komið fram vegna estrógenskorts. Ef þú
ert í aukinni hættu á beinbrotum
vegna beinþynningar og getur ekki nýtt þér önnur
meðferðarúrræði eða önnur meðferðarúrræði hafa
ekki gagnast þér má nota Estrogel til að koma í veg fyrir slík
beinbrot.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu í öðrum
sjúkdómum eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ESTROGEL
_ _
EKKI M
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Estrogel 0,6 mg/g hlaup.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 g af hlaupi inniheldur 0,6 mg af estradíóli.
Hjálparefni með þekkta verkun
Etanól.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hlaup.
Tært, litlaust eða nær litlaust hlaup með etanóllykt.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Hormónauppbótarmeðferð (HRT) við einkennum estrógenskorts hjá
konum eftir tíðahvörf.
Til varnar gegn beinþynningu eftir tíðahvörf hjá konum sem er
sérstaklega hætt við beinbrotum og
mega ekki taka eða hentar ekki önnur lyf, sem ætluð eru til varnar
gegn beinþynningu. Sjá einnig kafla
4.4.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Konur, sem ekki hafa áður notað hormónauppbót (HRT) skulu fara
eftir fyrirmælum læknis.
Háð einkennum skal byrjunarskammtur vera:
1 - 2 skammtar úr skammtadælu á dag (0,75-1,5 mg).
Konur sem skipta yfir á Estrogel meðferð eftir aðra
hormónauppbótarmeðferð skulu byrja meðferðina
eftir lok gestagenlotu. Konur, sem hafa undirgengist legnám geta
byrjað meðferð daginn eftir að fyrri
meðferð lýkur.
Við upphafs- og framhaldsmeðferð á tíðahvarfaeinkennum skal nota
minnsta virka skammt í sem
stystan tíma (sjá einnig kafla 4.4).
Skammta skal ákvarða einstaklingsbundið skv. svörun. Nægilegur
árangur næst yfirleitt með
skammtinum 1,5 mg af estradíóli einu sinni á dag, en auka má
skammt í mest 3 mg á dag ef það þykir
nauðsynlegt.
1 skammtur úr skammtadælu samsvarar 0,75 mg af estradíóli.
Hjá konum með leg á að gefa kaflaskipta meðferð með gestageni
í minnst 12 til 14 daga með eins
mánaðar millibili. Blæðingar verða yfirleitt í lok
gestagenlotunnar (sjá einnig kafla 4.4).
2
Konum sem hafa undirgengist legnám skal aðeins gefa gestagen ef um
er að ræða fyrri sögu um
legslímuvillu.
Hlaupinu á að dreifa á stórt húðsvæði t.d. axlir, handleggi,
læri eða kvið. Forðast á húðsvæði kringum
brjóst og kynfæri. Þar sem hlaupið inniheldur 96 % etanól má
e
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru