Esopram Filmuhúðuð tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
13-02-2023

Virkt innihaldsefni:

Escitalopramum oxalat

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

N06AB10

INN (Alþjóðlegt nafn):

Escitalopramum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

048122 Töfluílát V0325; 048111 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2010-02-02

Upplýsingar fylgiseðill

                                V037 AH checked
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
ESOPRAM 5 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
ESOPRAM 10 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
ESOPRAM 15 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
ESOPRAM 20 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
_escítalópram _
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Esopram og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Esopram
3.
Hvernig nota á Esopram
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Esopram
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM
ESOPRAM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en
tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum
læknis og leiðbeiningum á
merkimiða frá lyfjabúð.
Esopram inniheldur virka efnið escítalópram. Esopram tilheyrir
flokki þunglyndislyfja sem er kallaður
sértækir serótónínendurupptökuhemlar (SSRI lyf). Þessi lyf hafa
áhrif á serótónínkerfið í heilanum
með því að auka þéttni serótóníns. Truflun í
serótónínkerfinu er talin mikilvægur þáttur í þróun
þunglyndis og skyldra sjúkdóma.
Esopram er notað til meðhöndlunar á þunglyndi (alvarlegum
þunglyndisköstum) og kvíðaröskunum
(eins og felmtursröskun með eða án víðáttufælni,
félagsfælni, almennri kvíðaröskun og þráhyggju- og
árátturöskun).
Liðið geta nokkrar vikur áður en líða
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Esopram 5 mg filmuhúðaðar töflur
Esopram 10 mg filmuhúðaðar töflur
Esopram 15 mg filmuhúðaðar töflur
Esopram 20 mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
_Esopram 5 mg _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur escítalópram (sem oxalat).
_Esopram 10 mg _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur escítalópram (sem oxalat).
_Esopram 15 mg _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur escítalópram (sem oxalat).
_Esopram 20 mg _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur escítalópram (sem oxalat).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla
_Esopram 5 mg _
Kringlótt, tvíkúpt, hvít filmuhúðuð tafla (6 mm í þvermál)
með „E“ ígreipt í aðra hliðina.
_Esopram 10 mg _
Sporöskjulaga, tvíkúpt, hvít filmuhúðuð tafla (6,4 mm x 9,25
mm),með deiliskoru á annarri hliðinni og
á brúnum og „E“ ígreipt í hina hliðina. Töflunni má skipta
í jafna skammta.
_Esopram 15 mg _
Sporöskjulaga, tvíkúpt, hvít filmuhúðuð tafla (7,3 mm x 10,6
mm) með deiliskoru á annarri hliðinni og
á brúnum og „E“ ígreipt í hina hliðina. Töflunni má skipta
í jafna skammta.
_Esopram 20 mg _
Sporöskjulaga, tvíkúpt, hvít filmuhúðuð tafla (8 mm x 11,7 mm)
með deiliskoru á annarri hliðinni og á
brúnum og „E“ ígreipt í hina hliðina. Töflunni má skipta í
jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við
-
alvarlegum þunglyndislotum
-
felmtursröskun með eða án víðáttufælni
-
félagsfælni
-
almennri kvíðaröskun (GAD)
2
- þráhyggju – árátturöskun (OCD)
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi notkunar skammta hærri en 20
mg.
_Alvarlegar þunglyndislotur _
Venjulegur skammtur er 10 mg einu sinni á sólarhring. Hækka má
skammtinn í að hámarki 20 mg á
sólarhring í samræmi við svörun einstakra sjúklinga.
Venjulega þarf 2-4 vikur til þess að fá fram svörun gegn
þunglyndinu. Eftir að einkennin hverfa er
meðferð í a
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru