Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka Tafla 20 mg /12,5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-12-2022

Virkt innihaldsefni:

Enalaprilum maleat; Hydrochlorothiazidum INN

Fáanlegur frá:

Krka Sverige AB

ATC númer:

C09BA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Enalaprilum og þvagræsilyf

Skammtar:

20 mg /12,5 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

056339 Þynnupakkning OPA/Al/PVC-álþynnur V0098

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2019-04-24

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ENALAPRIL-HYDROCHLORTHIAZID KRKA 20 MG/12,5 MG TÖFLUR
enalapril maletat og hydrochlorthiazid
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka og við hverju það
er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
3.
Hvernig nota á Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ENALAPRIL-HYDROCHLORTHIAZID KRKA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ
ER NOTAÐ
Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka er samsetning lyfjanna enalapril
maleats og hydrochlorthiazids.
Enalapril maleat er svokallaður ACE-hemill (angítótensín
breytiensímhemill) og verkar með því að
víkka blóðæðarnar, sem auðveldar hjartanu að dæla blóði um
líkamann. Hydrochlorthiazid er
þvagræsandi lyf, sem verkar með því að auka magn vatns og salta
sem losuð eru út um nýrun.
Samsetning enalaprils og hydrochlorthiazids lækkar
blóðþrýstinginn.
Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka er notað til að meðhöndla háan
blóðþrýsting sem ekki næst
fullnægjandi stjórn á með einu lyfi.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ENALAPRIL-HYDROCHLORTHIAZID KRKA
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka 20 mg/12,5 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 20 mg af enalapril maleati, sem jafngildir 15,29
mg af enalaprili og 12,5 mg af
hydrochlorthiazidi.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Laktósi: 116,05 mg
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka töflur eru kringlóttar, hvítar og
flatar. Þær eru með deiliskoru á
annarri hliðinni og skásniðnar brúnir.
Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni
svo auðveldara sé að kyngja henni en
ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Slagæðaháþrýstingur sem ekki næst stjórn á með
einlyfjameðferð.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Háþrýstingur _
Venjulegur skammtur til meðferðar við háþrýstingi er 1 tafla á
dag. Ef þörf krefur má auka skammtinn
í 2 töflur einu sinni á dag.
_Í kjölfar meðferðar með þvagræsilyfjum _
Lágþrýstingur með einkennum getur komið fram eftir upphafskammt
af Enalapril-Hydrochlorthiazid
Krka, þetta er líklegra hjá sjúklingum með vökvaþurrð eða
saltskort í kjölfar meðferðar með
þvaræsilyfjum. Meðferð með þvagræsilyfjum skal hætt 2-3 dögum
áður en meðferð með Enalapril-
Hydrochlorthiazid Krka er hafin.
_Skammtur við skerta nýrnastarfsemi _
Tíazíð eru minna virk þvagræsilyf hjá sjúklingum með skerta
nýrnastarfsemi, og virka ekki hjá
sjúklingum með kreatínín úthreinsun sem er 30 ml./mín. eða
minni (miðlungi mikið eða verulega skert
nýrnastarfsemi).
Hjá sjúklingum með kreatínín úthreinsun >30 og <80 ml/mín. skal
aðeins nota Enalapril-
Hydrochlorthiazid Krka að lokinni skammtaaðlögun fyrir hvort virka
efnið fyrir sig. Ráðlagður
upphafsskammtur af enalapril maleati sem einlyfjameðferð þegar um
er að ræða væga skerðingu á
2
nýrnastarfsemi er 5-10 mg.
_Aldraðir _
Klínískar rannsóknir hafa sýnt að verkun 
                                
                                Lestu allt skjalið