Duraphat Tanndreifa 22,6 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
26-06-2023

Virkt innihaldsefni:

Natrii fluoridum

Fáanlegur frá:

Colgate Palmolive A/S

ATC númer:

A01AA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Natrii fluoridum

Skammtar:

22,6 mg/ml

Lyfjaform:

Tanndreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

416859 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1988-10-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DURAPHAT TANNDREIFA
natríumflúoríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til tannlæknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á
frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið tannlækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Duraphat tanndreifu og við hverju hún er notuð
2.
Áður en byrjað er að nota Duraphat tanndreifu
3.
Hvernig nota á Duraphat tanndreifu
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Duraphat tanndreifu
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DURAPHAT TANNDREIFU OG VIÐ HVERJU HÚN ER NOTUÐ
Lyfið heitir Duraphat tanndreifa. Virka innihaldsefni þess er
natríumflúoríð.
Duraphat tanndreifa veitir vernd gegn tannskemmdum og minnkar næmi í
viðkvæmum tönnum. Þegar
Duraphat tanndreifa er borin á tennurnar, losnar flúoríð sem
smýgur djúpt inn í tennurnar og veitir
langtímavörn gegn tannskemmdum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DURAPHAT TANNDREIFU
_ _
EKKI MÁ NOTA DURAPHAT TANNDREIFU
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumflúoríði, kólófonýi
eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
-
ef þú ert með munnsár eða tannholdssjúkdóma
-
ef þú ert með munnbólgu (bólga í munni)
-
ef þú ert með astma.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
-
Lyfið inniheldur alkóhól því ætti að gæta varúðar við
notkun lyfsins hjá ákveðnum sjúklingahópum.
Túpan inniheldur latex sem getur valdið alvarlegum
ofnæmisviðbrögðum.
Leitið ráða hjá tannlækninum eða lyfjafræ
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Duraphat 22,6 mg/ml tanndreifa
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af tanndreifu inniheldur 50 mg af natríumflúoríði sem
samsvarar 22,6 mg af flúoríði.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
Hjálparefni með þekkta verkun
Lyfið inniheldur bragðefnið hindberjaþykkni með ofnæmisvöldunum
geraníól, sítrónellól, sítral,
bensýlbensóat, línalól og bensýlalkóhól.
Lyfið inniheldur 0,000065 mg af bensýlalkóhóli, 0,3451 ml
etýlalkóhól og 0.26 mg af própýlenglýkóli
í hverjum ml af tanndreifu.
3.
LYFJAFORM
Tanndreifa.
Brún/gul, ógagnsæ dreifa.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til varnar tannskemmdum hjá börnum og fullorðnum sem hluti af
alhliða meðferð.
Til að:
-
Koma í veg fyrir endurteknar (eða lágmarks) tannskemmdir
-
Koma í veg fyrir versnun tannskemmda
-
Koma í veg fyrir úrkölkun kringum tæki vegna tannréttinga
-
Koma í veg fyrir holumyndun og sprungur vegna skemmda
Til að minnka næmni í viðkvæmum tönnum sem hluti af meðferð
sem samanstendur af daglegri
notkun hentugs tannkrems.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_ _
Skammtar
Tannlæknirinn ber Duraphat 50 mg/ml tanndreifu á tennurnar. Áður
en Duraphat er borið á tennurnar
skal fjarlægja tannstein af tönnum og þurrka tennurnar. Duraphat er
borið á viðkvæmustu staðina í
þunnu lagi með bursta, pinna eða pensli.
_ _
Ráðlagður skammtur fyrir
_ _
eina notkun:
Fyrir barnatennur: Allt að 0,25 ml (jafngildir 5,65 mg af
flúoríði)
Fyrir blandaðar tennur: Allt að 0,40 ml (jafngildir 9,04 mg af
flúoríði)
Fyrir fullorðinstennur: Allt að 0,75 ml (jafngildir 16,95 mg af
flúoríði)
Til varnar tannskemmdum, meðferðin er vanalega endurtekin á 6
mánaða fresti en tíðari meðferðir (á
3ja mánaða fresti) eru hugsanlegar.
Fyrir viðkvæmar tennur, 2 til 3 meðferðir á nokkrum dögum.
Sjúklingurinn ætti ekki að bursta tennur eða tyggja mat allt að 4
klukkustundum eftir meðferðina.
Lyfjagjöf
Til notkunar á tennur.
4.3
FRÁBENDING
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru