Dostinex Tafla 0,5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-08-2021

Virkt innihaldsefni:

Cabergolinum INN

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

G02CB03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Cabergolinum

Skammtar:

0,5 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

463744 Töfluílát HDPE ílát með barnaöryggisloki úr pólýprópýleni sem inniheldur kísilgel.

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1993-07-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DOSTINEX0,5 MG TÖFLUR
cabergólín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað
til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur
valdið
þeim skaða jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Dostinex og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Dostinex
3.
Hvernig nota á Dostinex
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dostinex
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DOSTINEX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Dostinex
hemur myndun hormónsins prólaktíns í líkamanum. Prólaktín
myndast í heiladingli í
heilanum.
Dostinex er notað:
-
til að stöðva eða koma í veg fyrir mjólkurmyndun.
-
við tíðaröskun, skorti á egglosi og mjólkurflæði sem orsakast
af of miklu mjólkurhormóni
(prólaktín) í blóði.
-
ef heiladingullinn myndar of mikið mjólkurhormón vegna æxlis.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DOSTINEX
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA DOSTINEX:
-
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu cabergólín, öðrum
skyldum lyfjum
(sekalalkalóíðar), eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
-
Ef þú ert með eða hefur haft sjúkdóma sem valda bandvefsmyndun
í lungum, gollurshúsi eða
kviðarholi.
-
Ef þú átt að fá langtíma meðferð með Do
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Dostinex 0,5 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Cabergólín 0,5 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun
Dostinex 0,5 mg inniheldur vatnsfrían laktósa (mjólkursykur) 75,9
mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Hvítar, flatar, ílangar töflur merktar „PU“ á annarri
hliðinni og „700“ á hinni. Töflurnar eru með
deiliskoru.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Þegar koma þarf í veg fyrir eða stöðva mjólkurmyndun.
Einkenni vegna aukningar mjólkurhormóns (prolactin) í blóði
(hyperprolactinaemia) með tíðateppu
(amenorrhea), fátíðum (oligomenorrhea), eggfestu (anovulation) og
mjólkurflæði (galacthorrea).
Mjólkurhormónsmyndandi æxli í heiladingli, aukið mjólkurhormón
í blóði af óþekktum orsökum
(idiophatic hyperprolactinaemia) og „empty-cell“ heilkenni með
auknu mjólkurhormóni í blóði.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Almennt: _
Til að draga úr aukaverkunum frá meltingarvegi á að taka Dostinex
inn með mat.
Hjá sjúklingum sem þola illa dópamínörva má minnka hættu á
aukaverkunum ef notaðir eru minni
skammtar í upphafi Dostinex meðferðar (t.d. 0,25 mg einu sinni í
viku), skammtur er síðan aukinn
smám saman upp í meðferðarskammt. Ef aukaverkanir verða
viðvarandi eða alvarlegar, getur
tímabundin skammtaminnkun og síðan aukning á skömmtum aftur smám
saman (t.d. 0,25 mg/viku á
tveggja vikna fresti) aukið þol.
_Til að koma í veg fyrir mjólkurmyndun_
: 1 mg, gefið innan 24 klst. frá fæðingu (sjá kafla 4.4).
_Til að stöðva mjólkurmyndun_
: 0,25 mg tvisvar sinnum á sólarhring í 2 sólarhringa.
_Aukið mjólkurhormón í blóði_
:
Upphafsskammtur er 0,5 mg á viku, gefið í einu lagi eða tvennu
lagi í sömu vikunni. Með hliðsjón af
magni mjólkurhormóns í sermi og lækningalegri verkun má auka
vikuskammtinn um 0,5 mg á
mánaðarfresti þar til náðst hefur nægilega stór skammtur
(optimal dose). Venjulega hentar 1 mg
skammtur
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru