Domosedan, vet. Stungulyf, lausn 10 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
09-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Detomidinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Orion Corporation (I)*

ATC númer:

QN05CM90

INN (Alþjóðlegt nafn):

Detomidinum

Skammtar:

10 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

072132 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1991-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL:
DOMOSEDAN VET. 10 MG/ML STUNGULYF, LAUSN.
1.
HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA
SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR
Markaðsleyfishafi:
Orion Corporation
Orionintie 1
FI-02200 Espoo
Finnland.
Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:
Orion Corporation Orion Pharma
Orionintie 1
FI-02200 Espoo
Finnland
2.
HEITI DÝRALYFS
Domosedan vet. 10 mg/ml stungulyf, lausn.
detomidinhýdróklóríð
3.
VIRKT INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI
Domosedan vet. 10 mg/ml stungulyf, lausn er tær, litlaus lausn. Virka
efnið er detomidinhýdróklóríð.
Önnur innihaldsefni: Metýlparahýdroxybenzóat (E218)
4.
ÁBENDINGAR
Til að róa hross og nautgripi til að auðvelda skorðun í tengslum
við aðgerðir sem ekki eru ífarandi
(non-invasive) (t.d. ísetningu magaslöngu, röntgenrannsóknir,
tannröspun) og minni háttar aðgerðir
(t.d. klippingu og járningar). Forlyfjagjöf hjá hrossum og
nautgripum fyrir innleiðslu almennrar
svæfingar.
5.
FRÁBENDINGAR
Alvarlega veik dýr með hjartabilun eða skerta lifrar- eða
nýrnastarfsemi.
Samtímis notkun súlfónamíða/trimetoprims í bláæð.
Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju
hjálparefnanna.
6.
AUKAVERKANIR
Allir alfa-2 adrenvirkir örvar, þ.m.t. detomidin, geta valdið
hægari hjartslætti, breytingum á leiðni í
hjartavöðva (sem birtist sem gáttasleglarof eða gúls-og
gáttasleglarof), breytingum á öndunartíðni,
skorti á samhæfingu og svitamyndun. Þvagræsandi áhrif geta komið
fram 45 til 60 mínútum eftir
meðferð.
2
Hætta getur verið á einstökum tilvikum ofnæmis, þ.m.t.
þversagnarkennd viðbrögð (æsing). Vegna
viðvarandi lágrar höfuðstöðu við slævingu getur vökvi runnið
frá slímhúð og í einstökum tilfellum
getur komið fram bjúgur á höfði og í andliti.
Hjá stóðhestum og geldingum getur skaufinn sigið tímabundið út
að hluta til. Í mjög sjaldgæfum
tilvikum geta komið fram væg kveisueinkenni hjá hestum eftir gjöf

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI DÝRALYFS
Domosedan vet. 10 mg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml inniheldur:
Detomidinhýdróklóríð
10 mg
Metýlparahýdroxybenzóat (E218)
1 mg
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
DÝRATEGUNDIR
Hestar og nautgripir.
4.2
ÁBENDINGAR FYRIR TILGREINDAR DÝRATEGUNDIR
Til að róa hross og nautgripi til að auðvelda skorðun í tengslum
við aðgerðir sem ekki eru ífarandi
(non-invasive) (t.d. ísetningu magaslöngu, röntgenrannsóknir,
tannröspun) og minni háttar aðgerðir
(t.d. klippingu og járningar). Forlyfjagjöf hjá hrossum og
nautgripum fyrir innleiðslu almennrar
svæfingar.
4.3
FRÁBENDINGAR
Alvarlega veik dýr með hjartabilun eða skerta lifrar- eða
nýrnastarfsemi.
Samtímis notkun súlfónamíða/trimetoprims í bláæð.
Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju
hjálparefnanna.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ FYRIR HVERJA DÝRATEGUND
Eftir að lyfið er gefið skal leyfa dýrinu að hvílast á
kyrrlátum stað. Leyfa á róandi verkun að ná
hámarki áður en farið er að eiga við dýrið (það tekur um
það bil 10 mínútur).
4.5
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN HJÁ DÝRUM
Ekki á að meðhöndla dýr sem eru í losti, eru með hjartakvilla,
undirliggjandi gáttasleglarof (AV
blockage) eða gúls-og gáttasleglarof (SA blockage), langt gengna
lungnakvilla eða hita nema að
undangengnu áhættumati dýralæknis.
Vernda á dýrið gegn mjög háu eða lágu hitastigi.
Eftir að lyfið er gefið skal leyfa dýrinu að hvílast á
kyrrlátum stað. Leyfa á róandi verkun að ná
hámarki áður en farið er að eiga við dýrið (það tekur um
það bil 10 mín). Þegar lyfið fer að verka geta
dýrin orðið óstöðug og hestar drúpa höfði. Nautgripir, einkum
ung dýr, gætu lagst niður eftir að þeim
2
eru gefnir stórir skammtar af detomidini. Ef hestum er gefið lyfið
er einnig mikilvægt að gera
ráðstafanir til að koma
                                
                                Lestu allt skjalið