Dicloxacillin Bluefish Hart hylki 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-02-2019

Virkt innihaldsefni:

Dicloxacillinum natríum

Fáanlegur frá:

Bluefish Pharmaceuticals AB

ATC númer:

J01CF01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Dicloxacillinum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Hart hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

396873 Þynnupakkning álþynnur ; 444285 Þynnupakkning álþynnur

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2015-02-12

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DICLOXACILLIN BLUEFISH 250 MG HÖRÐ HYLKI
DICLOXACILLIN BLUEFISH 500 MG HÖRÐ HYLKI
dicloxacillin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
1.
Upplýsingar um Dicloxacillin Bluefish og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Dicloxacillin Bluefish
3.
Hvernig nota á Dicloxacillin Bluefish
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Dicloxacillin Bluefish
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DICLOXACILLIN BLUEFISH OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Dicloxacillin Bluefish inniheldur dicloxacillin, sem er sýklalyf í
flokki penicillína. Það hamlar
myndun bakteríufrumuveggjar og drepur með því bakteríuna.
Dicloxacillin Bluefish er notað við
sýkingum af völdum svokallaðra klasasýkla (staphylococci), t.d.
sárasýkingar, graftarkýli og bólgu í
beinvef.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DICLOXACILLIN BLUEFISH
EKKI MÁ NOTA DICLOXACILLIN BLUEFISH:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir penicillinum eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en
Dicloxacillin Bluefish 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Dicloxacillin Bluefish 250 mg hörð hylki.
Dicloxacillin Bluefish 500 mg hörð hylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Dicloxaxillinnatríum, sem samsvarar 250 mg og 500 mg af
dicloxacillini.
Hjálparefni:
Hvert 250 mg hylki inniheldur 12,2 mg af natríumi (sjá kafla 4.4).
Hvert 500 mg hylki inniheldur 24,4 mg af natríumi (sjá kafla 4.4).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hart hylki.
250 MG HYLKI:
Beinhvítt/beinhvítt hart gelatínhylki af stærð „2“, fyllt
með beinhvítu til hvítu dufti og með áprentuðu
„Y“ á beinhvítu hylkisloki og „14“ á beinhvítum meginhluta
með svörtu bleki.
500 MG HYLKI:
Beinhvítt/beinhvítt hart gelatínhylki af stærð „0“, fyllt
með beinhvítu til hvítu dufti og með áprentuðu
„Y“ á beinhvítu hylkisloki og „15“ á beinhvítum meginhluta
með svörtu bleki.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sýkingar af völdum penicillínasamyndandi klasasýkla
(staphylococci), t.d. sárasýkingar, ígerðir og
beinasýkingar.
Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun
sýklalyfja.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir _
500 mg til 1 g 3-4 sinnum á dag. Við mjög alvarlegum sýkingum má
auka dagsskammtinn í 6 g.
_Börn _
_Börn 20-40 kg _
250 mg 3-4 sinnum á dag. Við alvarlegum sýkingum má tvöfalda
dagsskammtinn.
_Börn (>40 kg) _
500 mg 3-4 sinnum á dag. Við mjög alvarlegum sýkingum má auka
dagsskammtinn í 6 g.
2
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá fyrirburum og nýfæddum
börnum og því er ekki hægt að
gefa ráðleggingar um skammt fyrir þennan aldurshóp. Hylki eru ekki
ráðlögð fyrir börn sem eru léttari
en 20 kg.
_Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi _
Skammtaaðlögun getur verið nauðsynleg.
Lyfjagjöf
Hylkin á að taka í heilu lagi með minnst ½ glasi af vatni.
Sjúklingurinn má ekki taka hylkin
útafliggjandi eða rétt fyrir svefn. Til að hámarka frásog á að
taka hylkin á tóman maga, minnst 1 kls
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru