Diamicron Uno Tafla með breyttan losunarhraða 30 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
23-03-2020

Virkt innihaldsefni:

Gliclazidum INN

Fáanlegur frá:

Les Laboratoires Servier*

ATC númer:

A10BB09

INN (Alþjóðlegt nafn):

Gliclazidum

Skammtar:

30 mg

Lyfjaform:

Tafla með breyttan losunarhraða

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

005624 Þynnupakkning ; 005674 Þynnupakkning V0020; 005672 Þynnupakkning V0020

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2001-01-26

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
Diamicron Uno 30 mg, tafla með breyttan losunarhraða
_Glíklazíð _
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Diamicron Uno 30 mg og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að taka Diamicron Uno 30 mg
3.
Hvernig taka á Diamicron Uno 30 mg
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Diamicron Uno 30 mg
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DIAMICRON UNO 30 MG OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Diamicron Uno 30 mg er lyf sem lækkar blóðsykur (sykursýkislyf til
inntöku sem tilheyrir
súlfónýlúrea lyfjum).
Diamicron Uno 30 mg er notað við sérstakri gerð af sykursýki
(sykursýki af gerð 2) hjá fullorðnum
einstaklingum þegar mataræði, hreyfing og þyngdarlosun ein sér
nægja ekki til að ná eðlilegum
blóðsykri.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA DIAMICRON UNO 30 MG
_ _
EKKI MÁ TAKA DIAMICRON UNO 30 MG
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir glíklazíði eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6) eða fyrir öðrum lyfjum í sama flokki (súlfónýlúrea
lyf) eða fyrir öðrum skyldum lyfjum
(blóðsykurslækkandi súlfónamíðum).
-
ef þú ert með insúlínháða sykursýki (sykursýki af gerð 1)
-
ef þú ert með ketónefni eða sykur í þvagi (sem getur bent til
þess að þú sért með
ketónblóðsýringu af völdum sykursýki), sykursýkisfordá eða
sykur
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
DIAMICRON UNO 30 mg, töflur með breyttan losunarhraða.
2.
INNIHALDSLÝSING
Ein tafla inniheldur 30 mg af glíklazíði.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla með breyttan losunarhraða.
Hvítar, ílangar töflur áletraðar á báðum hliðum, "DIA 30" á
annarri og
á hinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Insúlínóháð sykursýki (gerð 2) hjá fullorðnum, þegar breytt
mataræði, hreyfing og þyngdartap ein og
sér nægja ekki til þess að koma á blóðsykursjafnvægi að
nýju.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Dagskammtur getur verið frá 1 upp í 4 töflur á dag, þ.e. milli
30 og 120 mg, gefinn sem einn
skammtur í tengslum við morgunmat.
Ráðlagt er að gleypa töflurnar í heilu lagi.
Ef skammtur gleymist, má ekki auka skammt næsta dag.
Eins og við á um öll blóðsykurslækkandi lyf á að laga skammta
að hverjum sjúklingi fyrir sig eftir því
hvernig umbrotasvörunin er (blóðsykur, HbA
lc
).

Upphafsskammtur
Ráðlagður byrjunarskammtur er 30 mg á dag.
Náist stjórnun á blóðsykri má nota þennan skammt sem
viðhaldsskammt
Náist ekki stjórnun á blóðsykri má auka skammtinn smám saman í
60, 90 eða 120 mg á dag og skal
vera mánuður hið minnsta milli hverrar skammtaaukningar
_,_
nema hjá sjúklingum þar sem engin
lækkun verður á blóðsykri eftir 14 daga meðferð. Í þeim
tilfellum má auka skammtinn í lok annarrar
meðferðarviku.
Ekki skal fara yfir ráðlagðan 120 mg hámarksskammt á dag.
_ _

Skipti á Diamicron 80 mg töflum og Diamicron Uno 30 mg töflum með
breyttan losunarhraða:
1 tafla af Diamicron 80 mg er sambærileg við 1 töflu af Diamicron
Uno 30 mg.
Skiptin mega því eiga sér stað ef tryggt er að fylgst sé
gaumgæfilega með blóðsykursgildum.

Skipti á öðru sykursýkislyfi til inntöku og Diamicron Uno 30 mg:
Diamicron Uno 30 mg getur komið í staðinn fyrir aðra
sykursýkismeðferð til inntöku.
Þegar skipt er yfir á Diamicr
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru