Depo-Provera Stungulyf, dreifa 50 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-09-2022

Virkt innihaldsefni:

Medroxyprogesteronum acetat

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

G03AC06

INN (Alþjóðlegt nafn):

medroxyprogesterone

Skammtar:

50 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, dreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

017020 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1970-11-12

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DEPO-PROVERA
50 MG/ML STUNGULYF, DREIFA
medroxýprógesterónasetat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Depo-Provera og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Depo-Provera
3.
Hvernig nota á Depo-Provera
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Depo-Provera
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DEPO-PROVERA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Depo-Provera inniheldur samtengt hormón, sem líkist prógesteróni,
hormóni sem myndast náttúrulega.
Depo-Provera hindrar egglos. Depo-Provera má nota sem getnaðarvörn
ef læknirinn metur að aðrar
getnaðarvarnir henti ekki eða séu óæskilegar.
Depo-Provera er lyf sem sprauta á í vöðva. Einungis
heilbrigðisstarfsfólk gefur þér Depo-Provera.
Hafa ber í huga að beinþéttni getur minnkað hjá konum á öllum
aldri sem nota Depo-Provera. Ef þú
vilt nota lyfið lengur en í 2 ár er hugsanlegt að læknirinn vilji
endurmeta áhættu og ávinning af notkun
þess til að tryggja að það sé enn besti kostur fyrir þig.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DEPO-PROVERA
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA DEPO-PROVERA
EF:

Um er að ræða ofnæmi fyrir medroxýprógesterónasetati eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).

Þú e
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Depo-Provera 50 mg/ml stungulyf, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
Medroxýprógesterónasetat 50 mg/ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, dreifa.
Hvít dreifa með sýrustigi 3,0-7,0
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Getnaðarvörn. Eingöngu má nota Depo-Provera þegar notkun annarra
getnaðarvarna hentar ekki eða
er óæskileg.
Hafa skal í huga að liðið geta að meðaltali 10 mánuðir frá
síðustu inndælingu þar til frjósemi (egglos)
verður aftur eðlileg (sjá kafla 4.4).
Beinþéttni getur minnkað hjá konum á öllum aldri sem nota
Depo-Provera í langan tíma (sjá
kafla 4.4). Áður en gjöf Depo-Provera er hafin á að leggja mat á
áhættu og ávinning, þar sem einnig er
tekið tillit til minnkunar beinþéttni sem kemur farm á meðgöngu
og/eða við brjóstagjöf.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_ _
Skammtar
_ _
_Fullorðnir: _
150 mg í vöðva á þriggja mánaða fresti (12-13 vikna fresti).
Hefja skal meðferð á fyrstu
5 sólarhringum eðlilegs tíðahrings.
_Eftir fæðingu:_
Ef móðirin er ekki með barnið á brjósti skal gefa fyrstu
Depo-Provera gjöf á fyrstu 5 sólarhringum
eftir fæðingu. Hins vegar ef móðirin er með barnið á brjósti
má byrja að gefa Depo-Provera 6 vikum
eftir fæðingu.
Útiloka þarf þungun áður en næsta inndæling er gefin ef meira
en 13 vikur líða á milli inndælinga
lyfsins.
ÞEGAR SKIPT ER FRÁ ANNARRI TEGUND GETNAÐARVARNA
Þegar skipt er frá annarri tegund getnaðarvarna skal gefa
Depo-Provera á þann hátt að áframhaldandi
getnaðarvörn sé tryggð með því að taka mið af báðum
verkunarháttum (t.d. þegar skipt er frá
getnaðarvörnum til inntöku skal gefa fyrstu inndælingu
medroxýprógesterónasetats á fyrstu
7 sólarhringum frá inntöku síðustu getnaðarvarnartöflu).
2
_Börn: _
Depo-Provera er ekki ætlað til notkunar fyrir fyrstu
tíðablæðingar (sjá kafla 4.1). Fyrirliggjandi eru
upplýsingar varðandi unglingsstúlk
                                
                                Lestu allt skjalið