Depo-Medrol Stungulyf, dreifa 40 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-10-2021

Virkt innihaldsefni:

Methylprednisolonum acetat

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

H02AB04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Methylprednisolonum

Skammtar:

40 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, dreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

141044 Áfyllt sprauta V0413; 189522 Hettuglas ; 189514 Hettuglas V0413; 189506 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1969-02-10

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DEPO-MEDROL
40 MG/ML STUNGULYF, DREIFA
metylprednisolonacetat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Depo-Medrol og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Depo-Medrol
3.
Hvernig nota á Depo-Medrol
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Depo-Medrol
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DEPO-MEDROL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Depo-Medrol
er samtengdur barksteri sem:

Dregur úr einkennum bólgu og ertingu frá vefjum s.s. roða,
kláða, þrota, eymslum, sársauka og
hitatilfinningu.

Minnkar ónæmissvörun líkamans.

Kemur í veg fyrir eða dregur úr ofnæmi.
Þú getur fengið Depo-Medrol við t.d. astma, alvarlegum
ofnæmisnefbólgum, ákveðnum
húðsjúkdómum og bólgu í einum eða fleiri liðum.
Depo-Medrol
hefur forðaverkun, það þýðir að verkunin er langvarandi. Þegar
því er sprautað í lið
dregur Depo-Medrol
úr einkennum í 3-4 vikur
.
Depo-Medrol
inndælingar eru yfirleitt framkvæmdar af lækni eða
hjúkrunarfræðingi, sem hafa góða
þekkingu á notkun lyfsins.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DEPO-MEDROL
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Depo-Medrol 40 mg/ml stungulyf, dreifa
2.
INNIHALDSLÝSING
Metýlprednisólonasetat, 40 mg/ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, dreifa.
Hvít dreifa.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ástand og sjúkdómar, þar sem þörf er fyrir notkun sykurstera.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skömmtun lyfsins er einstaklingsbundin, háð eðli og alvarleika
sjúkdómsins.
ATHUGIÐ:
Lyfið má ekki gefa í bláæð eða mænuvökva.
STAÐBUNDIN MEÐFERÐ
Við inndælingu í lið er mikilvægt að dæla lyfinu í
liðvökvann (synovial space) og viðhafa á smitgát á
sama hátt og við mænuástungu.
Ástungustaður á sérhverjum lið ákvarðast af því hvar
liðvökvarými (synovial cavity) er sem næst
yfirborði og minnst er af stórum æðum og taugum.
Liðagigt og slitgigt
Skammtastærð fer eftir stærð liða og alvarleika ástandsins. Í
langvinnum tilfellum er hægt að endurtaka
inndælingu með 1-5 eða fleiri vikna millibili, eftir því hve
mikið upphafleg inndæling slær á einkennin.
Ekki má sprauta lyfinu í óstöðuga liði. Í einhverjum tilfellum
getur endurtekin inndæling í liði valdið því
að þeir verða óstöðugir.
Leiðbeiningar um skammtastærð eru í töflunni hér fyrir neðan.
Stærð liða
Dæmi
Skammtur
Stórir
Hné
Ökkli
Öxl
0,5 – 2 ml (20-80 mg)
Meðalstórir
Olnbogi
Úlnliður
0,25 -1 ml (10-40 mg)
Litlir
Hnúaliðir
Fingurliðir
Liðamót bringubeins og viðbeins
Axlarhyrnuliður
0,1-0,25 ml (4-10 mg)
2
Sinarhlaupbelgur (ganglion), sinarbólga, gnípubólga
(epicondylitis), belgbólga (bursitis)
Skammtastærð fer eftir því ástandi sem á að meðhöndla og er
á bilinu 0,1-0,75 ml (4-30 mg). Nauðsynlegt
getur verið að gefa endurtekna skammta ef ástand er langvinnt eða
tekur sig upp á ný.
Húðkvillar
Húðskemmdir eru hreinsaðar með sótthreinsandi efni og 0,5 ml-1,5
ml (20-60 mg) sprautað í þær.
Nauðsynlegt getur verið að skipta skammtinum í 0,5-1 ml (20-40 mg
                                
                                Lestu allt skjalið