Daren Tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-01-2022

Virkt innihaldsefni:

Enalapril Maleate

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

C09AA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Enalaprilum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

187612 Þynnupakkning Alu/Alu V0066

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

0000-00-00

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
DAREN 2,5 MG TÖFLUR
DAREN 5 MG TÖFLUR
DAREN 10 MG TÖFLUR
DAREN 20 MG TÖFLUR
enalapríl maleat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Daren og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Daren
3.
Hvernig nota á Daren
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Daren
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM DAREN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Daren inniheldur virkt efni sem kallast enalapríl maleat. Það
tilheyrir flokki lyfja sem kallast
ACE-hemlar.
Daren er notað:
-
til meðferðar við háum blóðþrýstingi (háþrýstingi),
-
til meðferðar við hjartabilun (minnkaðri hjartastarfsemi). Það
getur dregið úr þörfinni á að fara á
sjúkrahús og getur lengt líf sumra sjúklinga,
-
til að fyrirbyggja einkenni hjartabilunar. Einkennin eru: mæði,
þreyta eftir væga líkamlega
áreynslu eins og göngu, eða bólga á ökklum og fótleggjum.
Lyfið verkar með því að víkka æðarnar. Þetta lækkar
blóðþrýstinginn. Lyfið byrjar venjulega að verka
innan 1 klst. og áhrifin vara í að minnsta kosti 24 klst. Sumir
einstaklingar þurfa meðferð í nokkrar
vikur áður en ákjósanleg áhrif á blóðþrýstinginn sjást.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA DAREN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
2
1.
HEITI LYFS
Daren 2,5 mg töflur
Daren 5 mg töflur
Daren 10 mg töflur
Daren 20 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
_Daren 2,5 mg töflur:_
Hver tafla inniheldur 2,5 mg af enalapríl maleati.
Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 64 mg of
laktósa einhýdrati.
_ _
_Daren 5 mg töflur:_
Hver tafla inniheldur 5 mg af enalapríl maleati.
Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 129 mg of
laktósa einhýdrati.
_Daren 10 mg töflur:_
Hver tafla inniheldur 10 mg af enalapríl maleati.
Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 124 mg of
laktósa einhýdrati.
_Daren 20 mg töflur:_
Hver tafla inniheldur 20 mg af enalapríl maleati.
Hjálparefni með þekkta verkun: Hver tafla inniheldur 117 mg of
laktósa einhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
_Daren 2,5 mg töflur: _
Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur með skábrún.
Þvermál u.þ.b. 5,5 mm
_Daren 5 mg töflur: _
Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur með skábrún og
deiliskoru á annarri hliðinni.
Þvermál u.þ.b. 7 mm
Töflunni má skipta í jafna skammta.
_Daren 10 mg töflur: _
Rauðbrúnar með einstaka blettum, kringlóttar, tvíkúptar töflur
með skábrún og deiliskoru á annarri
hliðinni.
Þvermál u.þ.b. 7 mm
Töflunni má skipta í jafna skammta.
_Daren 20 mg töflur: _
Fölappelsínugular með einstaka blettum, kringlóttar, tvíkúptar
með skábrún og deiliskoru á annarri
hliðinni.
Þvermál u.þ.b. 7 mm
Töflunni má skipta í jafna skammta.
3
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
-
Meðferð við háþrýstingi
-
Meðferð við hjartabilun með einkennum
-
Fyrirbyggjandi meðferð við hjartabilun með einkennum hjá
sjúklingum með einkennalausa
starfstruflun í vinstri slegli (útfall ≤ 35%)
(Sjá kafla 5.1)
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Fæða hefur ekki áhrif á frásog Daren.
Skammt þarf að ákveða í samræmi við ástand sjúklings (sjá
kafla 4.4) og svörun blóðþrýstings.
Börn
Ta
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru