Cyklokapron Filmuhúðuð tafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
22-08-2022

Virkt innihaldsefni:

Acidum tranexamicum INN

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

B02AA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Acidum tranexamicum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

162680 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1978-03-02

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CYKLOKAPRON 500 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
tranexamsýra
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM
ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Cyklokapron og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Cyklokapron
3.
Hvernig nota á Cyklokapron
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Cyklokapron
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CYKLOKAPRON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
•
Cyklokapron er lyf gegn blæðingum, vegna truflana á blóðstorknun.
•
Lyfið verkar með því að hemja þau efni í blóðinu sem leysa
upp storknað blóð.
•
Cyklokapron er notað við nokkrum tegundum blæðinga, sem geta
verið
○
blæðingar eftir aðgerð á blöðruhálskirtli
○
blóð í þvagi
○
svæsnar blóðnasir
○
miklar tíðablæðingar
○
blæðingar eftir keiluskurð á legi
○
arfgengur ofsabjúgur.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CYKLOKAPRON
EKKI MÁ NOTA CYKLOKAPRON:
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
•
ef þú ert með æðabólgu eða blóðtappa t.d. í lungum, fótum
eða heila.
•
ef þú ert með blæðingu
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Cyklokapron 500 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Tranexamsýra 500 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Blæðingar af völdum fibrinleysingar og fibrinogenleysingar.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Ráðlagður venjulegur skammtur er 1-1,5 g (2-3 töflur) 2-3 sinnum
á sólarhring.
Við eftirtöldum ábendingum má nota eftirfarandi staðlaða
skammta:
Almenn fibrinleysing:
Sjá Cyklokapron stungulyf.
Hvekknám (prostatectomy):
Að liðnum 3. degi eftir aðgerð skal gefa 2-3 töflur 2-3 sinnum á
sólahring þar til ekki sést lengur blóð í
þvagi. Sjá einnig Cyklokapron stungulyf.
Blóðmiga:
2-3 töflur 2-3 sinnum á sólarhring þar til ekki sést lengur
blóð í þvagi.
Svæsnar blóðnasir:
3 töflur 3 sinnum á sólarhring í 4-10 daga, háð því hvenær
ítroðslan er fjarlægð.
Asatíðir (menorrhagia):
2 töflur 3 sinnum á sólarhring eins lengi og nauðsyn krefur í
allt að 4 daga. Við miklar tíðablæðingar
má auka skammta. Ekki má nota stærri heildarskammt en 4 g á
sólarhring (8 töflur). Ekki skal byrja
meðferð fyrr en blæðingar eru orðnar verulegar.
Skipta má konum sem fá asatíðir, í tvo flokka:
Konur með greinanlega líffræðilega orsök fyrir asatíðum (t.d.
vöðvaæxli, separ í legbol, kirtla- og
vöðvavilla (adenomyosis)). Eldri konur sem komnar eru nálægt
tíðahvörfum má meðhöndla með
Cyklokapron. Yngri konur eða miðaldra á fremur að meðhöndla með
skurðaðgerð. Í
undantekningartilvikum má þó meðhöndla þessar konur með
Cyklokapron í stuttan tíma.
2
Konur sem ekki eru með greinanlega líffræðilega orsök fyrir
asatíðum. Ungar konur, þar sem ætlunin
er að viðhalda frjósemi, á annað hvort að meðhöndla með
getnaðarvarnalyfjum til inntöku eða með
Cyklokapron. Sumar konur í þessum hópi munu því nota Cyklokapron
í langan tíma. Þetta á einkum
við um konur þar sem n
                                
                                Lestu allt skjalið