Creon (Pankreon) Magasýruþolið hart hylki 10.000

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
20-12-2021

Virkt innihaldsefni:

Pancreatinum

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

A09AA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Hvatablöndur (lípasi próteasi o.s.frv.)

Skammtar:

10.000

Lyfjaform:

Magasýruþolið hart hylki

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

083053 Töfluílát Töfluílát úr plasti (HDPE) með skrúfuðu loki (PP) V0706

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1990-04-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CREON 10.000 MAGASÝRUÞOLIN HYLKI, HÖRÐ
pancreatin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn hefur mælt
fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 5 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Creon 10.000 og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Creon 10.000
3.
Hvernig nota á Creon 10.000
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Creon 10.000
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CREON 10.000 OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Creon 10.000 inniheldur meltingarensím, sem bæta meltinguna.
Ensímin eru unnin úr briskirtlum úr
svínum. Creon 10.000 er notað við sjúkdómum í briskirtli.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CREON 10.000
_ _
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA CREON 10.000
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir pankreatini eða einhverju öðru
innihaldsefni Creon 10.000 (talin
upp í kafla 6).
Notaðu ekki Creon 10.000 ef ofangreint á við um þig. Ef þú ert
í vafa skaltu leita ráða hjá lækninum
eða lyfjafræðingi áður en þú notar lyfið.
VARNARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm (cystic fibrosis), sem hafa
fengið stóra skammta af
pankreatini, hefur komið fram sjaldgæfur þarmasjúkdómur sem
veldur 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Creon 10.000 magasýruþolin hylki, hörð
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hylki inniheldur 150 mg pankreatin sem samsvarar:
Lípasa 10.000 einingar (Ph. Eur.)
Amýlasa 8.000 einingar (Ph. Eur.)
Próteasa 600 einingar (Ph. Eur.)
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Sýruþolið hylki, hart.
Hylkin eru brún/gegnsæ.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Vanfrásog vegna skertrar seytingar meltingarensíma frá brisi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Ráðlagt er að taka ensímin meðan á máltíð stendur eða um
leið og henni lýkur.
Gleypa á hylkin í heilu lagi með nægjanlegum vökva, með eða á
eftir hverri aðal- eða millimáltíð. Hylkin má
hvorki tyggja né mylja. Ef fólk á í erfiðleikum með að gleypa
hylkin (t.d. smábörn og aldraðir sjúklingar) má
opna hylkin gætilega og blanda örögnunum í mjúka fæðu með
lágt sýrustig (pH < 5,5), sem ekki þarf að
tyggja, eða taka þær með vökva með lágu sýrustigi (pH < 5,5).
Til dæmis má nota eplamauk, jógúrt eða
ávaxtasafa með pH gildi lægra en 5,5, t.d. epla-, appelsínu- eða
ananassafa. Nota skal blöndu öragna og matar
eða vökva samstundis, hana má ekki geyma. Sýruþolna húðin getur
eyðilagst ef öragnirnar eru muldar eða
tuggðar eða þeim blandað í fæðu eða vökva með pH > 5,5.
Þetta getur leitt til þess að ensímin losna strax í
munninum og það getur dregið úr áhrifum og ert slímhimnurnar.
Mikilvægt er tryggja að ekkert af lyfinu
verði eftir í munninum.
Mikilvægast er að tryggja ávallt nægjanlega vökvaneyslu,
sérstaklega ef vökvatap er mikið. Ófullnægjandi
vökvaneysla getur leitt til hægðatregðu.
_Skammtar handa börnum og fullorðnum með slímseigjusjúkdóm
(cystic fibrosis) _
●
Skömmtun á grundvelli líkamsþyngdar á að hefja með 1.000
lípasa einingum/kg
líkamsþyngdar/máltíð fyrir börn yngri en 4 ára og með 500
lípasa einingum/kg
líkamsþyngdar/máltíð hjá börnum eldri en 4 ára og fu
                                
                                Lestu allt skjalið