Creon Magasýruþolið hart hylki 35.000

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
14-11-2023

Virkt innihaldsefni:

Pancreatinum

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

A09AA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Hvatablöndur (lípasi próteasi o.s.frv.)

Skammtar:

35.000

Lyfjaform:

Magasýruþolið hart hylki

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

044708 Glas HDPE-glas með skrúfloki úr PP

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-10-25

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
CREON 35.000 MAGASÝRUÞOLIN HÖRÐ HYLKI
Brisduft
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn hefur mælt
fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 5 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Creon og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Creon
3.
Hvernig nota á Creon
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Creon
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CREON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
HVAÐ ER CREON?
•
Creon inniheldur ensímblöndu sem kallast brisduft.
•
Brisduft er einnig nefnt pancreatín. Það hjálpar til við meltingu
fæðunnar. Ensímin eru unnin úr
briskirtlum svína.
•
Creon hylki innihalda lítil korn sem losa brisduftið hægt út í
meltingarveginn (sýruþolnar
örkúlur).
VIÐ HVERJU ER CREON NOTAÐ?
Creon er notað til meðferðar við innkirtlavanstarfsemi í brisi.
Það er kvilli þar sem brisið framleiðir
ekki nóg af ensímum til að melta fæðuna. Kvillinn kemur t.d. oft
fyrir hjá einstaklingum sem:
•
eru með slímseigjusjúkdóm, sem er mjög sjaldgæfur arfgengur
sjúkdómur
•
eru með langvinna brisbólgu
•
hafa þurft að láta fjarlægja brisið eða hluta þess
•
eru með krabbamein í brisi
Creon 35.000 er ætlað börnum, unglingum og fullorðnum. Skömmtun
handa mismunandi
aldurshópum er útskýrð í kafla 3 í þessum fylgiseðli,
„Hvernig nota á Creon“.
Meðferð með Creon dregur úr einkennum innkirtla
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Creon 20.000 sýruþolin hylki, hörð
Creon 35.000 sýruþolin hylki, hörð
2.
INNIHALDSLÝSING
Creon 20.000:
Eitt hylki inniheldur 300 mg af brisdufti* sem samsvarar
Lípasi
20.000 Ph.Eur. einingar
Amýlasi
16.000 Ph. Eur. einingar
Próteasi
1.200 Ph.Eur. einingar
Creon 35.000:
Eitt hylki inniheldur 420 mg af brisdufti* sem samsvarar
Lípasi
35.000 Ph.Eur. einingar
Amýlasi
25.200 Ph. Eur. einingar
Próteasi
1.400 Ph.Eur. einingar
*framleitt úr svínabrisi
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Sýruþolið hylki, hart.
Tvílitt, hart hylki úr gelatíni (stærð 0 ílangt) með brúnu
ógegnsæju loki og gegnsæjum bol, fylltum af
brúnleitum sýruþolnum kornum (örkúlur (minimicrospheres)).
Tvílitt, hart hylki úr gelatíni (stærð 00 ílangt) með
appelsínugulu (burnt orange) ógegnsæju loki og
gegnsæjum bol, fylltum af brúnleitum sýruþolnum kornum (örkúlur
(minimicrospheres)).
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Uppbótarmeðferð með brisensímum hjá sjúklingum með
innkirtlavanstarfsemi í brisi vegna
slímseigjusjúkdóms (cystic fibrosis) eða annarra kvilla (t.d.
langvinnrar brisbólgu, brisnáms eða
krabbameins í brisi).
Creon sýruþolin hylki eru ætluð börnum, unglingum og fullorðnum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
SKAMMTAR
Skammtar eru lagaðir
að
einstaklingsbundnum
þörfum
og
fara
eftir
alvarleika
sjúkdómsins
og
samsetningu fæðu.
Hefja á meðferð með minnsta ráðlögðum skammti og auka hann
smám saman, að viðhöfðu nánu
eftirliti með svörun sjúklingsins, einkennum og næringarstöðu.
Gefa á sjúklingum fyrirmæli um að
auka ekki skammta að eigin ákvörðun.
Breytingar á skömmtum geta kallað á nokkurra daga
aðlögunartíma.
SKAMMTAR HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ SLÍMSEIGJUSJÚKDÓM
Börn:
Hugsanlega hentar ekki að nota styrkleikana 20.000 og 35.000 Ph. Eur.
einingar af lípasa til að hefja
meðferð hjá sjúklingum undir tiltekinni líkamsþyngd, og fer
það eftir aldri.
Hjá bör
                                
                                Lestu allt skjalið