Conoxia Lyfjagas undir þrýstingi 100 %

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
25-10-2021

Virkt innihaldsefni:

Oxygenium

Fáanlegur frá:

Linde Gas

ATC númer:

V03AN01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Súrefni

Skammtar:

100 %

Lyfjaform:

Lyfjagas undir þrýstingi

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

081589 Gashylki ; 081625 Gashylki ; 081634 Gashylki ; 081671 Gashylki ; 081552 Gashylki ; 081525 Gashylki ; 081534 Gashylki ; 081543 Gashylki ; 081561 Gashylki ; 110397 Gashylki ; 076361 Gashylki ; 110242 Gashylki ; 534234 Gashylki álhylki með loka

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2006-11-20

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
CONOXIA 100%, LYFJAGAS, UNDIR ÞRÝSTINGI
Súrefni
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur hefur mælt fyrir um
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
-
Látið lækninn,lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um CONOXIA og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota CONOXIA
3.
Hvernig nota á CONOXIA
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á CONOXIA
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CONOXIA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
UPPLÝSINGAR UM CONOXIA
CONOXIA inniheldur súrefni sem notað er til innöndunar. Það er
litlaust, lyktar- og bragðlaust og
fæst í þrýstihylkjum með eða án þrýstijafnara.
Þrýstihylkið inniheldur hreint súrefni.
CONOXIA eykur súrefnismagn í blóði (aukin súrefnismettun).
CONOXIA gerir það að verkum að
meira súrefni flyst til allra líkamsvefja.
VIÐ HVERJU CONOXIA ER NOTAÐ
Við eðlilegan þrýsting er CONOXIA notað:
•
Til meðferðar á bráðum eða langvinnum súrefnisskorti (lág
súrefnisgildi í blóði)
•
Sem hluti af fersku gasflæði sem notað er við almenna svæfingu og
gjörgæslu
•
Til að knýja eimgjafa við innöndun á innöndunarlyfjum
•
Sem fyrsta hjálp - meðferð með 100% súrefni við köfunarslys.
•
Meðferð við bráðri höfuðtaugakveisu (Horton's syndrome)
Nota má CONOXIA við eðlilegan þrý
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
CONOXIA 100%, lyfjagas undir þrýstingi
2.
INNIHALDSLÝSING
Súrefni 100%, við 200 bara þrýsting (15°C).
Súrefni 100%, við 153 bara þrýsting (15°C), 21,3- lítra hylki og
2x21,3 lítra fjölpakkning
Súrefni 100%, við 138 bara þrýsting (15°C), 21,3- lítra hylki
3.
LYFJAFORM
Lyfjagas undir þrýstingi
Litlaust, lyktar- og bragðlaust
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
SÚREFNI VIÐ EÐLILEGAN ÞRÝSTING
-
Meðferð við eða til að fyrirbyggja bráðan eða langvinnan
súrefnisskort óháð orsök.
-
Sem hluti af fersku gasflæði við svæfingu eða í gjörgæslu.
-
Sem drifefni við meðferð með eimgjafa.
-
Sem fyrsta hjálp - meðferð með 100% súrefni við kafaraveiki.
Meðferðin er ætluð öllum aldurshópum
-
Meðferð við bráðri höfuðtaugakveisu
Þessi meðferð er eingöngu ætluð fullorðnum
SÚREFNI VIÐ HÁAN ÞRÝSTING (HBO)
Lyfjasúrefni við háan þrýsting er notað til að meðhöndla
sjúkdóma þar sem gagnlegt er að auka
súrefnisinnihald í blóði og öðrum vefjum fram yfir það sem
næst fram með eðlilegum þrýstingi.
_ _
-
Meðferð við kafaraveiki og loft-/gasreki af öðrum ástæðum.
-
Við kolmónoxíð-eitrun er súrefnisháþrýstimeðferð fyrst og
fremst ætluð fyrir sjúklinga sem eru
eða hafa verið meðvitundarlausir, sem eru með einkenni frá
taugakerfi, truflun í starfsemi hjarta-
eða æðakerfis eða alvarlega blóðsýringu og fyrir barnshafandi
konur, í öllum tilfellum óháð því
hvaða gildi kolmónoxíðs í blóðrauða (COHb) mælast.
-
Sem viðbótarmeðferð við geislunardrepi í beinum, vöðvadrep af
völdum klostridíumbakteríu
(gasdrep).
Meðferðin er leyfð hjá öllum aldurshópum (sjá einnig kafla 4.2
og 4.4)
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
SÚREFNI VIÐ EÐLILEGAN ÞRÝSTING
_Almennar ráðleggingar _
2
Megin tilgangur súrefnismeðferðar, þ.e. leiðrétting á
súrefnisskorti, er að tryggja að hlutfallslegur
þrýstingur súrefnis í slagæðum (Pa
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru