Cisordinol Filmuhúðuð tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
15-02-2021

Virkt innihaldsefni:

Zuclopenthixolum díhýdróklóríð

Fáanlegur frá:

H. Lundbeck A/S*

ATC númer:

N05AF05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Zuclopenthixolum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

545848 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1984-05-03

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CISORDINOL 2 MG OG 10 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
zúklópentixól (sem díhýdróklóríð)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur
valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé
að ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM
:
1.
Upplýsingar um Cisordinol og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Cisordinol
3.
Hvernig nota á Cisordinol
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Cisordinol
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CISORDINOL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Cisordinol er lyf við geðsjúkdómum (geðrofslyf).
Cisordinol virkar á heilann og hjálpar til við að leiðrétta
ójafnvægið í heilanum sem er ástæða
einkennanna.
•
Þú gætir fengið Cisordinol til meðhöndlunar á geðklofa,
bráða geðklofa og öðrum
geðsjúkdómum.
•
Þú gætir einnig fengið Cisordinol til meðhöndlunar á oflæti
(mania) og til að draga úr
eirðarleysi og óróleika og ógnandi ofbeldishegðun.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CISORDINOL
EKKI MÁ NOTA CISORDINOL
•
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir zúklópentixóli eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp
í kafla 6).
•
Ef þú ert undir áhrifum áfengis, sterkra verkjalyfja (morfín)
eða lyfja við floga
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1/10
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Cisordinol 2 mg filmuhúðaðar töflur.
Cisordinol 10 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Cisordinol 2 mg:
Hver tafla inniheldur 2 mg zúklópentixól (sem 2,364 mg
zúklópentixóldíhýdróklóríð).
Cisordinol 10 mg:
Hver tafla inniheldur 10 mg zúklópentixól (sem 11,82 mg
zúklópentixóldíhýdróklóríð).
Hjálparefni með þekkta verkun
Cisordinol 2 mg inniheldur 17,4 mg laktósaeinhýdrat.
Cisordinol 10 mg inniheldur 21,6 mg laktósaeinhýdrat.
Hert laxerolía
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
2 mg:
Kringlóttar, tvíkúptar, bleikar, filmuhúðaðar töflur.
10 mg:
Kringlóttar, tvíkúptar, ljós rauðbrúnar, filmuhúðaðar
töflur.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Geðrofsástand (psychosis) fyrir utan þunglyndi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Bráður geðklofi (schizophrenia) og önnur geðrof . Erfið bráð
óróleikatilfelli. Oflæti(mania). _
10 – 50 mg daglega. Við meðhöndlun á miðlungs erfiðum og mjög
erfiðum geðrofum er byrjað með 20
mg daglega, aukið ef þarf um 10 – 20 mg 2.-3.-hvern dag. Í
einstökum tilfellum getur verið nauðsynlegt
að auka skammt upp í 75 mg eða meira á sólahring.
2 mg töflur eru ætlaðar til notkunar þegar dagskammtur er minni en
10 mg.
_Langvinnur geðklofi og önnur langvinn geðrof: _
Viðhaldsskammtur: 20 – 40 mg daglega.
_Aldraðir _
2 – 6 mg daglega, ef nauðsyn krefur má auka skammt upp í 10 –
20 mg daglega.
_Börn _
Cisordinol er ekki ætlað börnum þar sem klíníska reynslu
skortir.
2/10
_Skert nýrnastarfsemi _
Má nota í hefðbundnum skömmtum.
_Skert lifrarstarfsemi. _
Gæta skal varúðar við lyfjagjöf til sjúklinga með skerta
lifrarstarfsemi; ef mögulegt er skal mæla
sermisþéttni.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Minnkuð meðvitund af hvaða ástæðu sem er (t.d. vegna eitrana af
völdum áfengis, barb
                                
                                Lestu allt skjalið