Cisordinol-Acutard Stungulyf, lausn 50 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-06-2020

Virkt innihaldsefni:

Zuclopenthixolum acetas

Fáanlegur frá:

H. Lundbeck A/S*

ATC númer:

N05AF05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Zuclopenthixolum

Skammtar:

50 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

140442 Lykja

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1991-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CISORDINOL-ACUTARD
® 50 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
Zúklópentixól (sem acetat)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða heilbrigðisstarfsfólksins ef þörf er
á frekari upplýsingum.
•
Látið lækninn eða heilbrigðisstarfsfólkið vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM
:
1.
Upplýsingar um Cisordinol-Acutard og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Cisordinol-Acutard
3.
Hvernig nota á Cisordinol-Acutard
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Cisordinol-Acutard
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CISORDINOL-ACUTARD OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Cisordinol-Acutard er lyf við geðsjúkdómum (geðrofslyf).
Cisordinol-Acutard virkar á heilann og hjálpar til við að
leiðrétta ójafnvægið í heilanum sem er ástæða
einkennanna.
•
Þú gætir fengið Cisordinol-Acutard til meðhöndlunar á
geðsjúkdómum, að meðtöldum bráðum
geðrofum eins og bráða geðklofa.
•
Þú gætir einnig fengið Cisordinol-Acutard til meðhöndlunar á
erfiðum bráða óróa, að oflátum
(mania) meðtöldum.
Þú færð Cisordinol-Acutard sem stungulyf. Yfirleitt sér læknir
eða hjúkrunarfræðingur um inndælinguna.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CISORDINOL-ACUTARD
ÞÚ MÁTT EKKI FÁ CISORDINOL-ACUTARD
•
Ef þú ert með ofnæmi fyrir zúklópentixóli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla
6).
•
Ef þú ert undir áhrifum áfengis, sterkra verkjalyfja (morfín)
eða ly
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1/10
PORTRAIT SMPC CISORDINOL-ACUTARD 50 MG/ML
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Cisordinol-Acutard 50 mg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Zúklópentixólacetat 50 mg/ml
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
Cisordinol-Acutard 50 mg/ml er tær gulleit olía, sem er nokkurn
veginn án agna.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Geðrofsástand (psycosis) fyrir utan þunglyndi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Bráður geðklofi (skizofreni) og önnur bráð geðrof. Erfið
bráð óróleikatilfelli. Oflæti (mania).
_Skammtar _
_Fullorðnir _
50 - 150 mg gefið í vöðva, endurtekið ef þarf eftir 2 – 3
daga.
_Aldraðir _
50 – 100 mg gefið í vöðva endurtekið ef þarf eftir 2 – 3
daga.
_Börn _
Ekki á að nota Cisordinol-Acutard fyrir börn þar sem klíníska
reynslu skortir.
_Skert lifrastarfsemi _
Minnka skal venjulega skammta um helming og ef mögulegt er skal mæla
sermisþéttni.
_Skert nýrnastarfsemi _
Má nota í venjulegum skömmtum.
_Meðferðalengd _
Á ekki að nota í lengri tíma en 14 daga í senn; heildarskammtur
í meðferð má ekki fara yfir 400 mg og
inndælingar eiga ekki að vera fleiri en fjórar.
Þegar skipt er yfir í lyfjagjöf til inntöku 2 - 3 dögum eftir
síðustu inndælingu af Cisordinol-Acutard,
viðheldur 40 mg dagskammtur til inntöku plasmaþéttni lyfsins sem
náðst hefur.
2/10
Þegar skipt er frá Cisordinol-Acutard yfir í viðhaldsmeðferð
með Cisordinol Depot má nota eftirfarandi
leiðbeiningar:
Samtímis (síðustu) inndælingu af Cisordinol-Acutard (100 mg) er
gefið 200 – 400 mg (1 – 2 ml) af
Cisordinol Depot 200 mg/ml, sjá einnig samantekt um eiginleika lyfs
fyrir Cisordinol Depot. Cisordinol-
Acutard og Cisordinol Depot má blanda saman í sprautu og gefa sem
eina inndælingu.
ÍKOMULEIÐ:
Til inndælingar í vöðva.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Minnkuð meðvitund af hvaða ástæðu sem er (t.d. vegna eit
                                
                                Lestu allt skjalið