Cinveron Stungulyf, lausn 2 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
06-02-2023
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Ondansetronum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Williams & Halls ehf

ATC númer:

A04AA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ondansetronum

Skammtar:

2 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

389095 Lykja tært gler af gerð I

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-02-15

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CINVERON 2 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
Ondansetrón (ondansetrónhýdróklóríðtvíhýdrat)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Cinveron og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Cinveron
3.
Hvernig nota á Cinveron
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Cinveron
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CINVERON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Cinveron tilheyrir flokki lyfja sem nefnast ógleðistillandi lyf.
Cinveron er öflugur og mjög sértækur 5HT3 viðtakablokki.
Verkunarháttur hans gegn ógleði er ekki
nákvæmlega þekktur.
Cinveron er ætlað til meðferðar við ógleði og uppköstum sem
orsakast af frumuskemmandi
krabbameinslyfjameðferð og geislameðferð. Cinveron er einnig
ætlað til að koma í veg fyrir og
meðhöndla ógleði og uppköst eftir aðgerð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CINVERON
EKKI MÁ NOTA CINVERON:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir ondansetróni (virka efninu) eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en Cinveron er notað.
-
Ef þú ert með ofnæmi fyrir öðrum ógleðistillandi lyfjum sem
eru sértækir 5HT3 viðtakablokkar.
-
Ef þú ert með alvarlega h
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS1.
1.
HEITI LYFS
Cinveron 2 mg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Ondansetrón 2 mg/ml sem ondansetrónhýdróklóríðtvíhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
Tær, litlaus, sæfð lausn
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Cinveron er ætlað til notkunar gegn ógleði og uppköstum af
völdum frumuskemmandi (cytotoxic)
krabbameinslyfja og geislameðferðar. Cinveron er jafnframt ætlað
til að koma í veg fyrir og til
meðferðar við ógleði og uppköstum eftir skurðaðgerðir.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Cinveron er einnig til í lyfjaformi til inntöku, til að auka
sveigjanleika í skömmtun og íkomuleið.
ÓGLEÐI OG UPPKÖST AF VÖLDUM KRABBAMEINSLYFJA OG GEISLAMEÐFERÐAR
_Fullorðnir_
Möguleikar krabbameinsmeðferðar til að valda uppsölu veltur á
skammtastærð og samsetningu
krabbameinslyfja- og geislameðferðar sem notaðar eru.
Skammtastærð Cinveron er á bilinu 8 til 32 mg/sólarhring, eins og
sýnt er hér fyrir neðan:
-
Uppsöluvaldandi krabbameinslyfja- og geislameðferð:
Ráðlagður skammtur í bláæð eða vöðva er 8 mg gefinn sem hæg
inndæling rétt fyrir meðferð.
Til að fyrirbyggja síðkomin eða langvarandi uppköst eftir fyrstu
24 klukkustundirnar, skal halda
meðferð áfram með ondansetróni til inntöku ásamt dexametasóni.
-
Verulega uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð:
Fyrir þá sjúklinga sem meðhöndlaðir eru með háum skömmtum af
uppsöluvaldandi
krabbameinslyfjum, t.d. háum skömmtum af cisplatíni.
2
Hægt er að gefa Cinveron í stökum 8 mg skammti með hægri
inndælingu í bláæð eða vöðva rétt fyrir
krabbameinslyfjameðferð. Hærri skammta en 8 mg og upp að 32 mg má
aðeins gefa sem innrennsli í
bláæð þynnt fyrir gjöf í 50-100 ml af saltvatni eða öðrum
samrýmanlegum innrennslisvökva (sjá kafla
6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur
meðhöndlun) og innrennsli skal gefið á a.m.k. 15
mínútum.
Að ö
                                
                                Lestu allt skjalið