Ceftazidima Normon (Ceftazidime) Innrennslisstofn, lausn 2 g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-09-2021

Virkt innihaldsefni:

Ceftazidimum INN

Fáanlegur frá:

Laboratorios Normon S.A.

ATC númer:

J01DD02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ceftazidimum

Skammtar:

2 g

Lyfjaform:

Innrennslisstofn, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

597167 Hettuglas Hettuglasi af gerð II, lokað með tappa og innsiglað með álhettu

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2020-06-08

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CEFTAZIDIMA NORMON 2 G INNRENNSLISSTOFN, LAUSN
ceftazidím
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ceftazidima Normon og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ceftazidima Normon
3.
Hvernig nota á Ceftazidima Normon
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ceftazidima Normon
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CEFTAZIDIMA NORMON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Ceftazidima Normon er sýklalyf notað hjá fullorðnum og börnum
(þar á meðal nýburum). Það verkar
með því að drepa bakteríur sem valda sýkingum. Það tilheyrir
flokki lyfja sem kallast cefalóspórín.
SÝKLALYF ERU NOTUÐ VIÐ BAKTERÍUSÝKINGUM OG GAGNAST EKKI GEGN
VEIRUSÝKINGUM SVO SEM FLENSU
EÐA SLÍMHÚÐARBÓLGU.
ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ FYLGJA LEIÐBEININGUM LÆKNISINS UM
SKAMMTASTÆRÐIR, SKAMMTATÍÐNI OG
MEÐFERÐARLENGD.
EKKI GEYMA LYFIÐ EÐA NOTA ÞAÐ AFTUR. EF EITTHVAÐ ER EFTIR AF
SÝKLALYFI ÞEGAR MEÐFERÐ ER LOKIÐ
SKALTU FARA MEÐ ÞAÐ Í APÓTEK TIL EYÐINGAR. EKKI MÁ SKOLA LYFJUM
NIÐUR Í FRÁRENNSLISLAGNIR EÐA
FLEYGJA ÞEIM MEÐ HEIMILISSORPI.
CEFTAZIDIMA NORMON ER NOTAÐ VIÐ MEÐFERÐ ALVARLEGRA
BAKTERÍUSÝKINGA Í:
-
lungum eða brjóstholi
-
lungum og berkjum hjá sjúklingum með slímseigjusjúkdóm
-
heila (heilahimnubólga)
-
ey
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ceftazidima Normon 2 g innrennslisstofn, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hettuglas inniheldur 2 g ceftazidím (sem pentahýdrat).
Hjálparefni með þekkta verkun
Hvert hettuglas inniheldur 104,15 mg (4,53 mmól) af natríum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslisstofn, lausn.
Hvítt eða gulleitt duft í hettuglasi.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ceftazidima Normon er ætlað til meðferðar við sýkingum sem
taldar eru upp hér á eftir hjá fullorðnum
og börnum, þ.m.t. nýburum (frá fæðingu).
-
Lungnabólga sem smitast hefur á sjúkrahúsi
-
Sýkingar í berkjum og lungum tengdar slímseigjusjúkdómi
-
Heilahimnubólga af völdum bakteríusýkingar
-
Langvinn sýking sem veldur ígerð í miðeyra
-
Illkynja úteyrabólga
-
Erfiðar þvagfærasýkingar
-
Erfiðar sýkingar í húð og mjúkvef
-
Erfiðar sýkingar í kviðarholi
-
Sýkingar í beinum og liðum
-
Lífhimnubólga í tengslum við skilun hjá sjúklingum í samfelldri
kviðskilun utan sjúkrahúss
(CAPD).
Meðferð sjúklinga með bakteríudreyra sem kemur upp í tengslum
við, eða sem grunur er á að sé í
tengslum við, einhverja af ofantöldum sýkingum.
Ceftazidím má nota við meðferð sjúklinga með daufkyrningafæð
ásamt hita, sem grunur leikur á að sé
vegna bakteríusýkingar.
Ceftazidím má nota við varnandi meðferð fyrir aðgerðir gegn
sýkingum í þvagrás hjá sjúklingum sem
gangast undir brottnám blöðruhálskirtils um þvagrás (TURP).
Þegar ceftazidím er valið skal taka tillit til virknisviðs
bakteríueyðandi verkunar, sem er aðallega
bundin við loftháðar Gram-neikvæðar bakteríur (sjá kafla 4.4 og
5.1).
2
Gefa skal ceftazidím samhliða öðrum sýklalyfjum þegar hugsanlegt
svið baktería sem valda
sýkingunni fellur ekki innan virknisviðs lyfsins.
Íhuga skal opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun
sýklalyfja.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Tafla 1: Fullorðnir og börn ≥40 kg
_Gj
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru