Cefazolina Normon Stungulyfsstofn og leysir, lausn í bláæð 1 g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
17-01-2022

Virkt innihaldsefni:

Cefazolinum natríum

Fáanlegur frá:

Laboratorios Normon, S.A.

ATC númer:

J01DB04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Cefazolinum

Skammtar:

í bláæð 1 g

Lyfjaform:

Stungulyfsstofn og leysir, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

151060 Hettuglas hettuglas af gerð II lokuðu með tappa og innsiglað með álhettu og glerlykju af gerð I

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-03-09

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
CEFAZOLINA NORMON 1 G STUNGULYFSSTOFN OG LEYSIR, LAUSN, TIL
INNDÆLINGAR Í BLÁÆÐ.
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Cefazolina Normon og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Cefazolina Normon
3.
Hvernig nota á Cefazolina Normon
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Cefazolina Normon
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CEFAZOLINA NORMON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Cefazolin er sýklalyf sem tilheyrir flokki cefalósporína
SÝKLALYF ERU NOTUÐ TIL AÐ MEÐHÖNDLA BAKTERÍUSÝKINGAR EN GAGNAST
EKKI TIL MEÐHÖNDLUNAR
VEIRUSÝKINGA EINS OG KVEF OG SLÍMHÚÐARBÓLGA.
ÞAÐ ER MIKILVÆGT AÐ ÞÚ FYLGIR LEIÐBEININGUNUM MEÐ TILLITI TIL
SKAMMTA, NOTKUNAR OG TÍMALENGDAR
MEÐFERÐAR EINS OG LÆKNIRINN HEFUR MÆLT FYRIR UM.
HVORKI SKAL GEYMA LYFIÐ ÁFRAM NÉ NOTA AFGANGSLAUSN. EF ÞÚ ÁTT
AFGANG AF LYFINU EFTIR AÐ MEÐFERÐ
ER LOKIÐ SKALTU FARA MEÐ ÞAÐ Í APÓTEKIÐ TIL ÞESS AÐ HÆGT SÉ
AÐ FARGA ÞVÍ Á RÉTTAN MÁTA. EKKI MÁ
SKOLA LYFJUM NIÐUR Í FRÁRENNSLISLAGNIR EÐA FLEYGJA ÞEIM MEÐ
HEIMILISSORPI.
Cefazolina Normon er notað til að meðhöndla eftirtaldar alvarlegar
sýkingar af völdum næmra
baktería:
•
Öndunarfærasýkingar.
•
Þvag og kynfærasýkingar.
•
Sýkingar í húð og mjúkvefjum.
•
Sýkingar í gallvegum.
•
Sýkingar í beinum og 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Cefazolina Normon 1 g stungulyfsstofn og leysir, lausn, til
inndælingar í vöðva.
Cefazolina Normon 1 g stungulyfsstofn og leysir, lausn, til
inndælingar í bláæð.
2.
INNIHALDSLÝSING
Cefazolina Normon 1 g stungulyfsstofn og leysir, lausn, til
inndælingar í vöðva:
Hvert hettuglas inniheldur 1 g af cefazólíni (sem
cefazólínnatríum).
Hver lykja með leysi inniheldur 20 mg af lídókaínhýdóklóríði
og 4 ml af vatni fyrir stungulyf.
Eftir blöndun með 4 ml af leysi með lídókaíni úr lykjunni er
styrkur lausnarinnar 250 mg af cefazólíni
(sem cefazólínnatríum) í hverjum ml.
Cefazolina Normon 1 g stungulyfsstofn og leysir, lausn, til
inndælingar í bláæð:
Hvert hettuglas inniheldur 1 g af cefazólíni (sem
cefazólínnatríum).
Hver lykja með leysi inniheldur 4 ml af vatni fyrir stungulyf.
Eftir blöndun með þeim 4 ml af vatni fyrir stungulyf sem eru í
lykjunni, er styrkleiki lausnarinnar
250 mg af cefazólíni (sem cefazólínnatríum) í hverjum ml.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hvert hettuglas inniheldur 48 mg af natríum.
Hver ml af blandaðri lausn inniheldur 12 mg af natríum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Cefazolina Normon 1 g stungulyfsstofn og leysir, lausn, til
inndælingar í vöðva
Stofn fyrir stungulyf til inndælingar í vöðva: hvítt eða næstum
hvítt duft.
Leysir fyrir stungulyf til inndælingar í vöðva: tær, litlaus eða
örlítið gulleit lausn.
Cefazolina Normon 1 g stungulyfsstofn og leysir, lausn, til
inndælingar í bláæð
Stofn fyrir stungulyf til inndælingar í bláæð: hvítt eða
næstum hvítt duft.
Leysir fyrir stungulyf til inndælingar í bláæð: tær, litlaus
lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Cefazólín er ætlað til meðferðar á eftirfarandi sýkingum hjá
fullorðnum og börnum eldri en 1 mánaða
(sjá kafla 4.2 og 4.4) af völdum cefazólínnæmra örvera (sjá
kafla 5.1):
-
Sýkingar í neðri öndunarvegi: versnun á langvinnri b
                                
                                Lestu allt skjalið