Carvedilol Alvogen (Carveratio) Tafla 25 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
15-03-2022

Virkt innihaldsefni:

Carvedilolum INN

Fáanlegur frá:

Alvogen ehf.

ATC númer:

C07AG02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Carvedilolum

Skammtar:

25 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

140621 Þynnupakkning Þynna (OPA/Ál/PVC-Ál) V0948

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2015-04-28

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CARVEDILOL ALVOGEN 6,25 MG, 12, 5 MG OG 25 MG TÖFLUR
carvedilol
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Carvedilol Alvogen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Carvedilol Alvogen
3.
Hvernig nota á Carvedilol Alvogen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Carvedilol Alvogen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CARVEDILOL ALVOGEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Carvedilol Alvogen tilheyrir flokki alfa- og beta-blokka. Carvedilol
Alvogen er notað til
meðhöndlunar á háþrýstingi, og hjartaöng. Carvedilol Alvogen er
einnig notað sem viðbótarmeðferð
við hjartabilun.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CARVEDILOL ALVOGEN
EKKI MÁ NOTA CARVEDILOL ALVOGEN:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir carvediloli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú ert með
ÓMEÐHÖNDLAÐA EÐA ÓSTÖÐUGA HJARTABILUN
eða ákveðna tegund af
TRUFLUN Í
LEIÐNIKERFI HJARTANS
(svokallað gáttasleglarof af tegund II og III, nema þú sért með
gangráð eða
svokallaðan sjúkan sínushnút (sick sinus node)).
-
ef þú ert með alvarlegan
LIFRARSJÚKDÓM
.
-
ef þú ert með mjög
HÆGAN PÚLS (UNDIR 50 SLÖG Á MÍNÚTU)
eða mjög
LÁGAN BLÓÐÞRÝSTING
.
-
ef þú ert með verulega
SKERTA HJARTASTARFSEMI
(hjartalost).
-
ef þú ert með
ALVARLEGA TRUFLUN 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Carvedilol Alvogen 6,25 mg tafla Carvedilol Alvogen 12,5 mg tafla
Carvedilol Alvogen 25 mg tafla
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 6,25 mg, 12,5 mg eða 25 mg af carvediloli.
Hjálparefni með þekkta verkun: 89 mg/86 mg/171 mg af
laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
6,25 mg töflur: hvítar, tvíkúptar, hylkislaga töflur með
ígreyptu „C“, deiliskoru og „2“ á annarri
hliðinni og ómerktar á hinni.
12,5 mg töflur: hvítar, tvíkúptar, hylkislaga töflur með
ígreyptu „C“, deiliskoru og „3“ á annarri
hliðinni og ómerktar á hinni.
25 mg töflur: hvítar, tvíkúptar, hylkislaga töflur með ígreyptu
„C“, deiliskoru og „4“ á annarri hliðinni
og ómerktar á hinni.
Töflunum má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Háþrýstingur.
Langvinn, stöðug hjartaöng.
Viðbótarmeðferð við miðlungi alvarlegri til alvarlegri,
stöðugri hjartabilun.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Carvedilol Alvogen fæst í 3 styrkleikum: 6,25 mg, 12,5 mg og 25 mg.
Skammtar
HÁÞRÝSTINGUR
Carvedilol má nota til meðferðar á háþrýstingi eitt sér eða
ásamt öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum,
einkum tíazíðþvagræsilyfjum. Mælt er með skömmtun einu sinni
á dag, ráðlagður stakur skammtur er
hins vegar að hámarki 25 mg og hæsti ráðlagði dagsskammtur er 50
mg.
_Fullorðnir_
Ráðlagður upphafsskammtur er 12,5 mg einu sinni á dag fyrstu tvo
dagana. Síðan er meðferðinni haldið
áfram með skammtinum 25 mg/dag. Ef þörf krefur má auka skammtinn
smám saman með tveggja vikna
eða lengra millibili
_Aldraðir_
2
Ráðlagður upphafsskammtur við háþrýstingi er 12,5 mg einu sinni
á dag, sá skammtur getur einnig
nægt við áframhaldandi meðferð. Ef svörun við meðferð er ekki
fullnægjandi með þessum skammti,
má hins vegar smám saman auka hann, með tveggja vikna eða lengra
millibili.
LANGVINN, STÖÐUG HJARTAÖNG
_Fullor
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru