Broksil Saft 6 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-07-2022

Virkt innihaldsefni:

Ambroxolum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Williams & Halls ehf.*

ATC númer:

R05CB06

INN (Alþjóðlegt nafn):

ambroxol

Skammtar:

6 mg/ml

Lyfjaform:

Saft

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

380168 Glas Glass type III

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2022-02-25

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
BROKSIL 6 MG/ML SAFT
ambroxól hýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 5-7 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Broksil og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Broksil
3.
Hvernig nota á Broksil
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Broksil
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM BROKSIL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Broksil er slímlosandi lyf. Það er notað sem slímleysandi
viðbót við meðferð með bakteríulyfjum við
öndunarfærasýkingum þegar mikil slímmyndun í lungnaberkjum á
sér stað.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 7 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA BROKSIL
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA BROKSIL
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu (ambroxól
hýdróklóríð) eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
-
ef þú ert með sár í maga eða þörmum.
-
ef þú tekur hóstastillandi lyf (lyf sem draga úr hósta).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Broksil
er notað.
Greint hefur verið frá al
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Broksil 6 mg/ml saft.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml af saft inniheldur 6 mg af ambroxól hýdróklóríði.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Sorbitól, fljótandi, 70% (E420) – 350 mg/ml (

sorbitól – 245 mg/ml).
Bensósýra (E210) – 0,35 mg/ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
_ _
3.
LYFJAFORM
Saft.
Broksil er tær og litlaus saft.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Slímleysandi verkun, notað sem stuðningsmeðferð með
bakteríulyfjum við öndunarfærasýkingum,
einkum þegar um er að ræða ofseytingu slíms í lungnaberkjum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Broksil skal ekki nota lengur en 5-7 daga án samráðs við lækni.
Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára: 10 ml 2 sinnum á dag.
Þessi skammtastærð er viðeigandi í meðferð gegn bráðri
öndunarfærasýkingu og í upphafsmeðferð
gegn langvinnum einkennum í allt að 14 daga.
Börn á aldrinum 6 til 12 ára: 5 ml 2-3 sinnum á dag.
Börn á aldrinum 2-6 ára: 2,5 ml 3 sinnum á dag.
Börn á aldrinum 1-2 ára: 2,5 ml 2 sinnum á dag.
Þessar skammtastærðir eru ætlaðar fyrir upphafsmeðferð. Minnka
má skammta um helming að 14
dögum liðnum.
Saftin er ætluð til inntöku og skal taka inn eftir máltíð.
Umbúðir Broksil innihalda mæliglas með kvarða til að auðvelda
rétta skömmtun.
Athugið: Gert er ráð fyrir auknu flæði seytis sem leiðir af sér
aukinn uppgang og hósta.
2
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
-
Sjúklingar með maga- og skeifugarnarsár.
-
Samtímis notkun ambroxóls og hóstastillandi lyfja.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Sjúklingar eiga ekki að nota ambroxól til lengri tíma án
samráðs við lækni. Ekki er ráðlagt að nota
þetta lyf án samráðs við lækni lengur en 5-7 daga.
Ef um bráð einkenni frá öndunarfærum er að ræða, skal leita
læknis ef einkennin lagast ekki eða þau
versna meðan á meðferð stend
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru