Brieka Hart hylki 75 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-12-2023

Virkt innihaldsefni:

Pregabalinum INN

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

N02BF02

INN (Alþjóðlegt nafn):

pregabalin

Skammtar:

75 mg

Lyfjaform:

Hart hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

083275 Glas HDPE-glas með LDPE-loki eða skrúfaðri PP-hettu V0686

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2015-06-29

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
BRIEKA 25 MG HÖRÐ HYLKI
BRIEKA 75 MG HÖRÐ HYLKI
BRIEKA 150 MG HÖRÐ HYLKI
BRIEKA 225 MG HÖRÐ HYLKI
BRIEKA 300 MG HÖRÐ HYLKI
pregabalín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þó um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
1.
Upplýsingar um Brieka og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Brieka
3.
Hvernig nota á Brieka
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Brieka
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM BRIEKA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Brieka tilheyrir flokki lyfja sem eru notuð við meðferð á
flogaveiki, taugaverkjum og almennri
kvíðaröskun hjá fullorðnum.
ÚTLÆGIR OG MIÐLÆGIR TAUGAVERKIR:
Brieka er notað til meðhöndlunar á langvarandi verkjum af
völdum taugaskemmda. Fjöldi mismunandi sjúkdóma getur valdið
útlægum taugaverkjum, svo sem
sykursýki eða ristill. Verkjatilfinningunni hefur verið lýst sem:
hita, sviða, slætti, skoti, sting, nístandi,
krampa, verk, dofa, tilfinningaleysi, náladofa. Skapbreytingar,
svefntruflanir og þróttleysi (þreyta) geta
einnig fylgt útlægum og miðlægum taugaverkjum og þeir geta haft
áhrif á líkamlega og félagslega
virkni sem og almenn lífsgæði.
FLOGAVEIKI:
Brieka er notað til meðhöndlunar á sérstakri tegund af flogaveiki
(staðflog með eða án
síðkominna alfloga) hjá fullorðnum. Læknirinn mun ávísa þér
Brieka þegar núverandi meðferð dugar
ekki
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Brieka 25 mg hörð hylki
Brieka 75 mg hörð hylki
Brieka 150 mg hörð hylki
Brieka 225 mg hörð hylki
Brieka 300 mg hörð hylki
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hart hylki, inniheldur 25 mg af pregabalíni.
Hvert hart hylki inniheldur 75 mg af pregabalíni.
Hvert hart hylki inniheldur 150 mg af pregabalíni.
Hvert hart hylki inniheldur 225 mg af pregabalíni.
Hvert hart hylki inniheldur 300 mg af pregabalíni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM FORM
Hart hylki
25 mg hylkið er hvítt, stærð 4 (14,5 mm), með áletruninni „PGB
25“ með svörtu bleki á bolnum.
75 mg hylkið er hvítt og appelsínugult, stærð 4 (14,5 mm), með
áletruninni „PGB 75“ með svörtu
bleki á bolnum.
150 mg hylkið er hvítt, stærð 2 (18 mm), með áletruninni „PGB
150“ með svörtu bleki á bolnum.
225 mg hylkið er hvítt og fölappelsínugult, stærð 1 (19,5 mm),
með áletruninni „PGB 225“ með svörtu
bleki á bolnum.
300 mg hylkið er hvítt og appelsínugult, stærð 0 (21,5 mm), með
áletruninni „PGB 300“ með svörtu
bleki á bolnum.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
_Taugaverkir _
Brieka er notað til meðferðar á útlægum og miðlægum
taugaverkjum hjá fullorðnum.
_Flogaveiki _
Brieka er notað hjá fullorðnum, sem viðbótarmeðferð við
flogaveiki með staðflogum, með eða án
síðkominna alfloga.
_Almenn kvíðaröskun _
2
Brieka er notað til meðferðar á almennri kvíðaröskun hjá
fullorðnum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Skammtar eru á bilinu 150 til 600 mg á sólarhring, skipt í tvo
eða þrjá skammta.
_Taugaverkir _
Hefja má meðferð með pregabalíni á 150 mg skammti á
sólarhring, skipt í tvo eða þrjá skammta.
Eftir svörun og þoli hvers sjúklings má auka skammtinn í 300 mg
á sólarhring eftir 3-7 daga og ef þörf
krefur í hámarksskammt, 600 mg á sólarhring, eftir 7 daga til
viðbótar.
_ _
_Flogaveiki _
Hefja má meðferð með pregabalíni á 150 mg skammti á
sólar
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru