Betnovat Húðlausn 1 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-02-2022

Virkt innihaldsefni:

Betamethasonum valerat

Fáanlegur frá:

GlaxoSmithKline Pharma A/S

ATC númer:

D07AC01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Betamethasonum

Skammtar:

1 mg/ml

Lyfjaform:

Húðlausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

008326 Glas Plastglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1970-05-28

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
BETNOVAT 1 MG/ML HÚÐLAUSN
betametasón
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Betnovat og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Betnovat
3.
Hvernig nota á Betnovat
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Betnovat
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM BETNOVAT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Lyfjum sem innihalda barkstera til útvortis notkunar er skipt í
fjóra mismunandi styrktarflokka.
I. Vægir, II. meðalsterkir, III. sterkir og IV. mjög sterkir.
Betnovat inniheldur virka efnið
betametasónvalerat sem tilheyrir flokknum sterkir barksterar (flokkur
III). Betnovat dregur úr bólgum
í húðinni og er kláðastillandi.
Betnovat er notað til meðferðar við bólgum og ofnæmis- og
kláðakvillum í húð eða slímhúðum, t.d.
mismunandi tegundum exems, kvillum sem líkjast exemi, skordýrabitum
og psoriasis, að undanskyldu
psoriasis sem þekur stóran hluta líkamans. Betnovat húðlausn
hentar sérstaklega vel á hári vaxin
húðsvæði.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA BETNOVAT
_ _
EKKI MÁ NOTA BETNOVAT:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir beta
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Betnovat 1 mg/ml húðlausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml inniheldur: Betametasónvalerat sem samsvarar 1 mg af
betametasóni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Húðlausn
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Betnovat er öflugur barksteri til útvortis notkunar gegn bólgu- og
kláðaeinkennum húðkvilla sem svara
sterameðferð, þ.m.t.:
Ofnæmishúðbólga (atopic dermatitis). Helluexem (discoid eczema).
Hnúðaskæningur (prurigo
nodularis). Psoriasis (þó ekki þegar um er að ræða dreifingu
yfir stóran hluta líkamans). viðvarandi
húðskæningur (lichen simplex chronicus – neurodermatitis) og
flatskæningur (lichen planus).
Flösuexem (seborrhoeic dermatitis). Snertihúðbólga vegna ertingar
eða ofnæmis. Staðbundinn
helluroði (discoid lupus erythematosus). Stuðningsmeðferð með
altækri sterameðferð við útbreiddum
roðaþotum. Skordýrabit. Svitabólur.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Berist á í þunnu lagi einu sinni til tvisvar á dag í allt að 4
vikur þar til bati næst. Síðan er borið sjaldnar
á eða skipt yfir í vægari barkstera. Lyfinu skal nuddað varlega
inn í húðina, jafnt yfir húðbreytingar
sem meðhöndla á. Ef nota á rakakrem skal leyfa húðinni að draga
alveg í sig lausnina áður en
rakakremið er borið á. Þegar um er að ræða þrálátar
húðbreytingar, svo sem þykkar psoriasisskellur á
olnbogum og hnjám, er hægt að auka verkun Betnovat, ef þörf
krefur, með því að setja loftþéttar
umbúðir (pólýtenfilmu) yfir meðhöndlaða svæðið. Yfirleitt
næst fullnægjandi svörun í slíkum
húðbreytingum með því að hylja þær yfir nótt. Síðan er
yfirleitt hægt að ná áframhaldandi bata með
venjulegri notkun án umbúða. Vegna hugsanlegrar svarminnkunar, er
einnig hægt að beita stuttum
endurteknum meðferðum (ósamfelld meðferð). Þolmyndun er
afturkræf og meðferð verður virk aftur
eftir stutt hlé.
Meðferðinni skal hætt smám saman þegar n
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru