Betadine Húðlausn 100. mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

POVIDONE, IODINATED

Fáanlegur frá:

Mundipharma A/S

ATC númer:

D08AG02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Joð/pólývídón

Skammtar:

100. mg/ml

Lyfjaform:

Húðlausn

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

005330 Glas Plastglas (HDPE)

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1982-04-13

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
BETADINE 100 MG/ML HÚÐLAUSN (SPRITTLAUSN)
povidon-joð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Notið lyfið alltaf eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins
og læknir eða lyfjafræðingur hefur mælt
fyrir um.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum eða ráðgjöf.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Betadine og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Betadine
3.
Hvernig nota á Betadine
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Betadine
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM BETADINE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Betadine er húðlausn (sprittlausn) sem inniheldur virka efnið
povidon-joð sem er mjög virkt
örverudrepandi efni. Það verkar gegn sýkingum af völdum
baktería, gersveppa, sveppa og veira.
Betadine er sýkladrepandi lyf og er notað á húð fyrir stórar og
litlar aðgerðir þegar þörf er á að lyfið
þorni fljótt.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA BETADINE
EKKI MÁ NOTA BETADINE
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir povidon-joði eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
•
handa einstaklingum með truflun á starfsemi skjaldkirtils
•
fyrir gjöf geislavirks joðs, meðan á henni stendur og eftir hana
•
samhliða notkun lyfja sem innihalda kvikasilfur
•
handa börnum undir 1 árs aldri.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá læ
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Betadine 100 mg/ml húðlausn (sprittlausn).
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml inniheldur 100 mg povidon-joð.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Húðlausn (sprittlausn).
Rauðbrún, tær lausn með sprittlykt.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sýkladrepandi lyf á húð fyrir stórar og litlar aðgerðir þegar
þörf er á að lyfið þorni fljótt.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Mjög eldfim sprittlausn. Lausnin verður að þorna alveg áður en
hægt er að nota raftæki (einkum
hátíðni skurðtæki).
Notið óþynnt sem sýkladrepandi lyf á húð. Forðist að lyfið
safnist fyrir undir sjúklingi eða í
skinnfellingum til að forðast efnabruna. Þurrkið burt yfirmagn af
lyfinu áður en hulið er með
umbúðum.
Lyfjagjöf
Eingöngu til staðbundinnar notkunar.
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
•
Truflun á starfsemi skjaldkirtils
•
Fyrir gjöf geislavirks joðs, meðan á henni stendur og fyrst eftir
hana (sjá kafla 4.5).
•
Samhliða notkun lyfja sem innihalda kvikasilfur, þar sem það
veldur myndun efnis sem getur
skaðað húðina.
•
Börn undir 1 árs aldri.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Mjög eldfim sprittlausn. Lausnin verður að þorna alveg áður en
hægt er að nota raftæki (einkum
hátíðni skurðtæki).
Sérstakrar aðgæslu er þörf þegar lyfið er notað á rofna húð
hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.
Við undirbúning skurðaðgerða skal þess gætt að lyfið safnist
ekki fyrir undir sjúklingi. Langvarandi
útsetning fyrir lausninni getur valdið ertingu eða í mjög
sjaldgæfum tilvikum, alvarlegum viðbrögðum
2
á húð. Fram getur komið efnabruni á húð þegar lyfið safnast
fyrir. Þegar húðerting, snertihúðbólga eða
ofnæmi kemur fram á að stöðva notkun. Hitið ekki fyrir notkun.
Povidone-joð getur valdið tímabundinni mislitun húðar þar sem
lyfið er
                                
                                Lestu allt skjalið