Betadine Húðlausn 100 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

POVIDONE, IODINATED

Fáanlegur frá:

Mundipharma A/S

ATC númer:

D08AG02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Joð/pólývídón

Skammtar:

100 mg/ml

Lyfjaform:

Húðlausn

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

099705 Glas Plastglas (HDPE)

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1982-04-13

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
BETADINE 100 MG/ML HÚÐLAUSN (VATNSLAUSN)
povidon-joð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Notið lyfið alltaf eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins
og læknir eða lyfjafræðingur hefur mælt
fyrir um.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum eða ráðgjöf.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Betadine og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Betadine
3.
Hvernig nota á Betadine
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Betadine
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM BETADINE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Betadine er húðlausn (vatnslausn) sem inniheldur virka efnið
povidon-joð sem er mjög virkt
örverudrepandi efni. Það verkar gegn sýkingum af völdum
baktería, gersveppa, sveppa og veira.
Betadine er sýkladrepandi lyf og er notað á húð fyrir og eftir
aðgerðir.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA BETADINE
EKKI MÁ NOTA BETADINE
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir povidon-joði eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
•
handa einstaklingum með truflun á starfsemi skjaldkirtils
•
fyrir gjöf geislavirks joðs, meðan á henni stendur og eftir hana
samhliða notkun lyfja sem
innihalda kvikasilfur
•
handa börnum undir 1 árs aldri.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Betadine
er notað.
•
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Betadine 100 mg/ml húðlausn (vatnslausn).
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml inniheldur 100 mg povidon-joð.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Húðlausn (vatnslausn).
Rauðbrún, tær lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sýkladrepandi lyf á húð fyrir og eftir aðgerðir.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Notið óþynnt sem sýkladrepandi lyf á húð fyrir eða eftir
aðgerðir. Forðist að lyfið safnist fyrir undir
sjúklingi eða í skinnfellingum til að forðast efnabruna.
Þurrkið burt yfirmagn af lyfinu áður en hulið er
með umbúðum.
Lyfjagjöf
Eingöngu til staðbundinnar notkunar.
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
•
Truflun á starfsemi skjaldkirtils
•
Fyrir gjöf geislavirks joðs, meðan á henni stendur og fyrst eftir
hana (sjá kafla 4.5).
•
Samhliða notkun lyfja sem innihalda kvikasilfur, þar sem það
veldur myndun efnis sem getur
skaðað húðina.
•
Börn undir 1 árs aldri.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Sérstakrar aðgæslu er þörf þegar lyfið er notað á rofna húð
hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.
Við undirbúning skurðaðgerða skal þess gætt að lyfið safnist
ekki fyrir undir sjúklingi. Langvarandi
útsetning fyrir lausninni getur valdið ertingu eða í mjög
sjaldgæfum tilvikum, alvarlegum viðbrögðum
á húð. Fram getur komið efnabruni á húð þegar lyfið safnast
fyrir. Þegar húðerting, snertihúðbólga eða
ofnæmi kemur fram á að stöðva notkun. Hitið ekki fyrir notkun.
Povidone-joð getur valdið tímabundinni mislitun húðar þar sem
lyfið er borið á, vegna litar lyfsins.
2
Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun hjá þunguðum konum og
konum með börn á brjósti. Í slíkum
tilvikum á að meta ávinning og áhættu og ekki nota povidon-joð
nema brýn þörf sé fyrir það (sjá
kafla 4.6).
Forðast á reglulega notkun hjá sjú
                                
                                Lestu allt skjalið