Atomoxetin Actavis Hart hylki 18 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
09-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Atomoxetinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Actavis Group PTC ehf.

ATC númer:

N06BA09

INN (Alþjóðlegt nafn):

Atomoxetinum

Skammtar:

18 mg

Lyfjaform:

Hart hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

493173 Þynnupakkning Ógegnsæjar PVC/PVdC/PVC/álþynnur V0813

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2016-05-12

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
Atomoxetin Actavis 10 mg hörð hylki
Atomoxetin Actavis 18 mg hörð hylki
Atomoxetin Actavis 25 mg hörð hylki
Atomoxetin Actavis 40 mg hörð hylki
Atomoxetin Actavis 60 mg hörð hylki
Atomoxetin Actavis 80 mg hörð hylki
Atomoxetin Actavis 100 mg hörð hylki
atomoxetín (sem hýdróklóríð)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Atomoxetin Actavis og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Atomoxetin Actavis
3.
Hvernig nota á Atomoxetin Actavis
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Atomoxetin Actavis
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ATOMOXETIN ACTAVIS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
VIÐ HVERJU ER LYFIÐ NOTAÐ
Atomoxetin Actavis inniheldur atomoxetín og er notað til meðferðar
við ofvirkni með athyglisbresti
(ADHD). Það er notað
-
handa börnum eldri en sex ára
-
handa unglingum
-
handa fullorðnum
Það er aðeins notað sem hluti heildarmeðferðar við sjúkdómnum
en hann þarf líka að meðhöndla með
öðrum aðferðum en lyfjum, svo sem ráðgjöf og atferlismeðferð.
Lyfið er ekki ætlað til meðferðar við ADHD hjá börnum yngri en
6 ára, vegna þess að hvorki verkun
lyfsins né öryggi við notkun þess hjá þessum aldurshópi eru
þekkt.
Atomoxetin Actavis er notað til meðferðar við ADHD hjá
fullorðnum þegar einkenni valda miklum
e
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Atomoxetin Actavis 10 mg hörð hylki.
Atomoxetin Actavis 18 mg hörð hylki.
Atomoxetin Actavis 25 mg hörð hylki.
Atomoxetin Actavis 40 mg hörð hylki.
Atomoxetin Actavis 60 mg hörð hylki.
Atomoxetin Actavis 80 mg hörð hylki.
Atomoxetin Actavis 100 mg hörð hylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hylki inniheldur atomoxetínhýdróklóríð sem jafngildir 10
mg af atomoxetíni.
Hvert hylki inniheldur atomoxetínhýdróklóríð sem jafngildir 18
mg af atomoxetíni.
Hvert hylki inniheldur atomoxetínhýdróklóríð sem jafngildir 25
mg af atomoxetíni.
Hvert hylki inniheldur atomoxetínhýdróklóríð sem jafngildir 40
mg af atomoxetíni.
Hvert hylki inniheldur atomoxetínhýdróklóríð sem jafngildir 60
mg af atomoxetíni.
Hvert hylki inniheldur atomoxetínhýdróklóríð sem jafngildir 80
mg af atomoxetíni.
Hvert hylki inniheldur atomoxetínhýdróklóríð sem jafngildir 100
mg af atomoxetíni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
_ _
3.
LYFJAFORM
Hart hylki
Atomoxetin Actavis 10 mg hylki: Hart hylki, stærð 4 (14,3 mm x 5,31
mm), hvítt ógegnsætt, með
áletruninni „A910“ með svörtu bleki.
Atomoxetin Actavis 18 mg hylki: Hart hylki, stærð 3 (15,9 mm x 5,82
mm), gyllt ógegnsætt (lok) og
hvítt ógegnsætt (botn) með áletruninni „A918“ með svörtu
bleki.
Atomoxetin Actavis 25 mg hylki: Hart hylki, stærð 3 (15,9 mm x 5,82
mm), blátt ógegnsætt (lok) og
hvítt ógegnsætt (botn) með áletruninni „A925“ með svörtu
bleki.
Atomoxetin Actavis 40 mg hylki: Hart hylki, stærð 2 (18 mm x 6,35
mm), blátt ógegnsætt með
áletruninni „A940“ með svörtu bleki.
Atomoxetin Actavis 60 mg hylki: Hart hylki, stærð 2 (18 mm x 6,35
mm), blátt ógegnsætt (lok) og
gyllt ógegnsætt (botn) með áletruninni „A960“ með svörtu
bleki.
Atomoxetin Actavis 80 mg hylki: Hart hylki, stærð 1 (19,4 mm x 6,91
mm), brúnt ógegnsætt (lok) og
hvítt ógegnsætt (botn) með áletruninni „A980“ með svörtu
bleki.
Atomoxetin Acta
                                
                                Lestu allt skjalið