Atarax Filmuhúðuð tafla 25 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
08-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Hydroxyzinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

UCB Nordic A/S

ATC númer:

N05BB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Hydroxyzinum

Skammtar:

25 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

054524 Þynnupakkning V0907

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1994-07-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ATARAX 25 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
hýdroxýzínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Atarax og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Atarax
3.
Hvernig nota á Atarax
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Atarax
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ATARAX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Atarax bælir ákveðna starfsemi í heila án þess að vera
ávanabindandi og blokkar jafnframt histamín,
sem er efni í vefjum líkamans. Þannig virkar það gegn kvíða og
kláða.
Atarax er notað til meðhöndlunar á:
-
kvíða hjá fullorðnum frá 18 ára aldri
-
kláða hjá fullorðnum, unglingum og börnum frá 12 mánaða aldri.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ATARAX
EKKI MÁ NOTA ATARAX
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir hýdroxýzíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir cetirizíni, amínófyllíni,
etýlendíamíni eða píperazínafleiðum
(náskylt efni sem er í öðrum lyfjum)
-
ef þú ert með porfýríu (arfgengan efnaskiptasjúkdóm)
-
ef fram koma hjar
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFSINS
Atarax 2 mg/ml mixtúra, lausn
Atarax 25 mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml af Atarax mixtúru, lausn, inniheldur 2 mg af
hýdroxýzínhýdróklóríði.
Hver filmuhúðuð 25 mg tafla af Atarax inniheldur 25 mg af
hýdroxýzínhýdróklóríði.
Hjálparefni með þekkta verkun
Atarax 25 mg filmuhúðaðar töflur
Hver tafla inniheldur 54,8 mg af laktósaeinhýdrati.
Atarax 2 mg/ml mixtúra, lausn
Hver ml af mixtúru, lausn inniheldur 0,95 mg af etanóli.
Hver ml af mixtúru, lausn inniheldur 750 mg af súkrósa.
Hver ml af mixtúru, lausn inniheldur 0,30 mg natríumbenzóati (0,048
mg natríum).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mixtúra, lausn.
Tær, litlaus, mentól–heslihnetubragð.
Filmuhúðuð tafla.
Hvítar, ílangar, með deiliskoru. Töflunni má skipta í tvo jafna
hluta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ábendingar fyrir Atarax eru:
-
einkennameðferð við kvíða hjá fullorðnum frá 18 ára aldri
-
einkennameðferð við kláða hjá fullorðnum, unglingum og börnum
frá 12 mánaða aldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Þegar mixtúru er ávísað skal gefa upp skammtinn í rúmmáli (ml)
frekar en þyngd (mg).
Magn mixtúrunnar skal mæla með skammtasprautu fyrir inntöku með
kvarða sem hver sýnir 0,25 ml.
Skammtar
Nota á minnsta virka skammt af Atarax og í eins stuttan tíma og
mögulegt er.
_Fullorðnir _
_-_
_ _
Einkennameðferð við kvíða hjá fullorðnum frá 18 ára aldri:
50 mg/sólarhring í 3 aðskildum skömmtum;12,5 mg, 12,5 mg, 25 mg,
þar sem stærri skammtinn má
taka að kvöldi. Í alvarlegri tilvikum er hægt að nota allt að
100 mg/sólarhring. Ráðlagður
hámarksskammtur er 100 mg/sólarhring.
2
_-_
_ _
Einkennameðferð við kláða hjá fullorðnum frá 18 ára aldri:
Upphafsskammtur er 25 mg að kvöldi (u.þ.b. 1 klst. fyrir
háttatíma), fylgt eftir ef nauðsyn krefur með
skömmtum allt að 25 mg samtals 3 til 4 sinnum á sólarhring.
Ráðlagður hámar
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru