Arzotilol (Dorzolamid + Timolol Actavis) Augndropar, lausn 20 mg/ml +5 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Dorzolamidum hýdróklóríð; Timololum maleat

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

S01ED51

INN (Alþjóðlegt nafn):

Timololum í blöndum

Skammtar:

20 mg/ml +5 mg/ml

Lyfjaform:

Augndropar, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

139050 Dropaílát V0373

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2011-05-12

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ARZOTILOL 20 MG/ML + 5 MG/ML AUGNDROPAR, LAUSN
dorzólamíð / tímólól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Arzotilol og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Arzotilol
3.
Hvernig nota á Arzotilol
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Arzotilol
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ARZOTILOL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Arzotilol inniheldur tvö lyf: dorzólamíð og tímólól.
Dorzólamíð tilheyrir flokki lyfja er nefnast
„kolsýruanhýdrasahemlar“.
Tímólól tilheyrir flokki lyfja er nefnast „beta-blokkar“.
Bæði lyfin lækka þrýsting í auganu, hvort á sinn hátt.
Arzotilol er ávísað til að lækka hækkaðan augnþrýsting við
meðhöndlun á gláku þegar meðferð með
augndropum sem innihalda beta-blokka eingöngu hefur ekki reynst
nægjanleg.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ARZOTILOL
EKKI MÁ NOTA ARZOTILOL
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir dorzólamíði eða tímólóli,
beta-blokkum eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
-
ef þú ert með eða hefur haft öndunarfæravandamál, svo sem
a
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Arzotilol 20 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Í hverjum ml eru 20 mg af dorzólamíði (sem dorzólamíð
hýdróklóríð) og 5 mg af tímólóli (sem
tímólólmaleat).
Hjálparefni með þekkta verkun: Í hverjum ml af augndropum, lausn,
eru 0,075 mg af
benzalkónklóríði.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Augndropar, lausn.
Tær, örlítið seigfljótandi, litarlaus vatnslausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Arzotilol er ætlað til meðferðar á hækkuðum augnþrýstingi
hjá sjúklingum með of háan augnþrýsting,
gleiðhornsgláku og gláku með tálflögnun (pseudo-exfoliative
glaucoma) þegar staðbundin meðferð
með betablokkum eingöngu hefur ekki reynst nægjanleg.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Ráðlagður skammtur er einn dropi af Arzotilol (í
slímhúðarfellingu neðra augnloks) í sjúkt auga/augu,
tvisvar á dag.
Ef annað lyf til staðbundinnar notkunar í augu er gefið samhliða
skulu líða a.m.k. 10 mínútur á milli
notkunar þess og Arzotilol.
Lyfjagjöf
Ráðleggja skal sjúklingum að þvo hendur fyrir notkun og forðast
að láta skammtastútinn á
lyfjaumbúðunum komast í snertingu við augað eða
augnumgjörðina.
Til að tryggja rétta skömmtun – ekki skal stækka opið á
stútnum.
Einnig skal upplýsa sjúklinga um að ef ekki er farið rétt með
augndropa geta þeir mengast af algengum
bakteríum, sem geta valdið sýkingum í augum. Notkun sýktra
augndropa getur valdið alvarlegum
skemmdum á augum og sjónskerðingu.
Með því að loka fyrir neftáragöng eða loka augunum í 2
mínútur minnkar altækt frásog. Þetta getur
leitt til minni altækra aukaverkana og aukinnar staðbundinnar
verkunar.
2
Ráðleggja skal sjúklingum um rétta meðhöndlun glasanna.
Notkunarleiðbeiningar:
1.
Vertu viss um að innsiglið á flöskuhálsinum sé órofið áður
en þú notar lyfið í fyrsta skipti.
Venjulega er bil á milli flösku og tappa á ónotað
                                
                                Lestu allt skjalið