APROKAM (Cefcam) Stungulyfsstofn, lausn 50 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
10-09-2019

Virkt innihaldsefni:

Cefuroximum natríum

Fáanlegur frá:

Laboratoires THEA*

ATC númer:

S01AA27

INN (Alþjóðlegt nafn):

Cefuroximum INN

Skammtar:

50 mg

Lyfjaform:

Stungulyfsstofn, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

472338 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2012-08-02

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
APROKAM 50 MG STUNGULYFSSTOFN, LAUSN
Cefúroxím
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÉR ER GEFIÐ LYFIÐ.
Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1. Upplýsingar um Aprokam og við hverju það er notað
2. Áður en þér er gefið Aprokam
3. Hvernig gefa á Aprokam
4. Hugsanlegar aukaverkanir
5. Hvernig geyma á Aprokam
6. Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM APROKAM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Aprokam inniheldur virkt efni, cefúroxím (sem cefúroxímnatríum)
sem tilheyrir flokki sýklalyfja
sem kallast cefalósporín. Sýklalyf eru notuð til að drepa
bakteríur eða sýkla sem valda sýkingum.

Þetta lyf verður notað ef þú ert að fara í aðgerð vegna drers
í auga (ský á augasteini)

Augnlæknirinn mun gefa lyfið með inndælingu inn í augað við lok
dreraðgerðarinnar til að hindra
augnsýkingu.
2.
ÁÐUR EN ÞÉR ER GEFIÐ APROKAM
EKKI MÁ NOTA APROKAM

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir cefúroxími eða einhverju
sýklalyfi í flokki cefalósporína.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en Aprokam er notað:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir öðrum sýklalyfjum svo sem
penicillíni,

ef þú átt á hættu að sýkjast af völdum bakteríu sem kallast
meticillínónæmur
_Staphylococcus _
_aureus,_

ef þú át
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Aprokam 50 mg stungulyfsstofn, lausn til inndælingar í augnhólf
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hettuglas inniheldur 50 mg af cefúroxími (sem 52,6 mg af
cefúroxímnatríum).
Eftir blöndun með 5 ml af leysi (sjá kafla 6.6) inniheldur 0,1 ml
af lausn 1 mg af cefúroxími.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyfsstofn, lausn til inndælingar í augnhólf.
Hvítt til næstum hvítt duft.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Varnandi meðferð með sýklalyfi gegn innri augnknattarbólgu
(endopthalmitis) eftir dreraðgerð (sjá
kafla 5.1).
Íhuga skal opinberar ráðleggingar varðandi viðeigandi notkun
sýklalyfja, þ.m.t. leiðbeiningar varðandi
varnandi meðferð með sýklalyfjum við augnaðgerðir.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Til notkunar í augnhólf. Eitt hettuglas, eingöngu einnota.
_SKAMMTAR _
_Fullorðnir: _
Ráðlagður skammtur er 0,1 ml af fullblandaðri lausn (sjá kafla
6.6), þ.e. 1 mg af cefúroxími.
EKKI DÆLA INN MEIRA EN RÁÐLÖGÐUM SKAMMTI (sjá kafla 4.9).
_Börn _
Ekki hefur verið sýnt fram á kjörskammt og öryggi notkunar
Aprokam hjá börnum.
_Aldraðir: _
Ekki er þörf á skammtaaðlögun.
_Sjúklingar með skerta lifrar- og nýrnastarfsemi: _
Vegna þess hve skammturinn er lágur og að gert er ráð fyrir
óverulegri altækri útsetning fyrir
cefúroxími er ekki þörf á skammtaaðlögun.
2
_LYFJAGJÖF _
Augnskurðlæknir skal gefa Aprokam eftir blöndun, með inndælingu
í fremra augnhólf (til notkunar í
augnhólf) með smitgát við aðstæður sem ráðlagður eru við
dreraðgerðir. Eingöngu skal nota 9 mg/ml
(0,9%) natríumklóríð stungulyf, lausn við blöndun Aprokam (sjá
kafla 6.6).
Aprokam skal skyggna eftir blöndun m.t.t. agna og upplitunar áður
en það er gefið.
Dæla skal 0,1 ml af fullblandaðri lausn hægt í fremra augnhólf í
lok dreraðgerðar.
Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir cefúroxími eða ei
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru