Ampicillin STADA Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn 2 g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
30-05-2022

Virkt innihaldsefni:

Ampicillinum natríum

Fáanlegur frá:

STADA Nordic ApS.

ATC númer:

J01CA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ampicillinum

Skammtar:

2 g

Lyfjaform:

Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

136334 Hettuglas Hettuglas úr gleri

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2022-04-08

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
AMPICILLIN STADA 1 G STUNGULYFS-/INNRENNSLISSTOFN, LAUSN
AMPICILLIN STADA 2 G, STUNGULYFS-/INNRENNSLISSTOFN, LAUSN
ampicillin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ampicillin STADA og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ampicillin STADA
3.
Hvernig nota á Ampicillin STADA
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ampicillin STADA
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM AMPICILLIN STADA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Ampicillin STADA er sýklalyf úr flokki penicillínlyfja.
Ampicillin STADA verkar á bakteríur, sem valda sýkingum.
Þú færð Ampicillin STADA við sýkingu.
Þér verður gefið Ampicillin STADA með inndælingu. Yfirleitt er
það læknir eða hjúkrunarfræðingur
sem gefa lyf með inndælingu.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA AMPICILLIN STADA
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA AMPICILLIN STADA:
−
ef um er að ræða ofnæmi fyrir ampicillíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
−
ef um er að ræða ofnæmi fyrir penicillínlyfjum eða öðrum
sýklalyfjum (beta-laktam
sýklalyfjum). Ræðið við lækninn.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en
Ampicillin STADA er notað.
-
ef þú ert með kossasótt (einkyrningasótt)
-
ef þú ert með blóðk
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ampicillin STADA 1 g stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn
Ampicillin STADA 2 g stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
1g
Inniheldur ampicillínnatríum sem jafngildir 1 g af ampicillíni.
2g
Inniheldur ampicillínnatríum sem jafngildir 2 g af ampicillíni.
3.
LYFJAFORM
Stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Alvarlegar sýkingar af völdum baktería sem eru næmar fyrir
ampicillíni.
_ _
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir: _
0,5 g -1 g 3-4 sinnum á sólarhring.
_Börn: _
50-100 mg/kg/dag, skipt í 3-4 skammta.
_Skert nýrnastarfsemi: _
Ráðlagt er að lengja bil milli skammta hjá sjúklingum með skerta
nýrnastarfsemi.
Ef úthreinsun kreatíníns er 0,2-0,8 ml/sek. (10-50 ml/mín) á að
gefa skammt á 6-12 klukkustunda
fresti. Ef úthreinsun kreatíníns er <0,2 ml/sek. (<10 ml/mín) á
að gefa skammt á 12-24 klukkustunda
fresti.
Lyfjagjöf
Lyfið er gefið í vöðva (i.m.) eða með hægri inndælingu í
bláæð (i.v.).
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu ampicillíni, öðrum beta-laktam
sýklalyfjum.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Fylgja á gildandi leiðbeiningum um rétta notkun sýklalyfja.
Krossofnæmi við cefalósporín getur komið fram.
2
Gæta skal varúðar með tilliti til einkyrningasóttar og
eitilfrumuhvítblæðis, þar sem útbrot koma oft
fram (í 69 – 100% tilvika), án þess að það sé vísbending um
ofnæmi fyrir penisillínlyfjum.
Því á ekki að gefa sjúklingum með einkyrningasótt ampicillín.
Tilkynnt hefur verið um alvarleg og stundum banvæn
ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) hjá sjúklingum
sem fá meðferð með penisillíni.
Einstaklingar sem áður hafa fengið ofnæmi fyrir penisillíni
og/eða öðrum ofnæmisvöldum eru í
aukinni hættu á að fá ofnæmisviðbrögð.
Hægt er að ná stjórn á ofnæmi og viðbrögðum sem líkjast
sermissótt með andhistamínlyfjum og
altækri meðferð með barksteru
                                
                                Lestu allt skjalið