Amoxicillin Mylan (Amoxicillin Mylan) Hart hylki 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Amoxicillinum tríhýdrat

Fáanlegur frá:

Viatris Limited

ATC númer:

J01CA04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Amoxicillinum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Hart hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

019786 Töfluílát V0159; 019968 Töfluílát V0160

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1990-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
AMOXICILLIN MYLAN 750 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
AMOXICILLIN MYLAN 250 MG HÖRÐ HYLKI
AMOXICILLIN MYLAN 500 MG HÖRÐ HYLKI
amoxicillín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Amoxicillin Mylan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Amoxicillin Mylan
3.
Hvernig nota á Amoxicillin Mylan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Amoxicillin Mylan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM AMOXICILLIN MYLAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
UPPLÝSINGAR UM AMOXICILLIN MYLAN
Amoxicillin Mylan er sýklalyf. Virka innihaldsefnið er amoxicillín.
Það tilheyrir flokki lyfja sem
kallast „penicillín“.
VIÐ HVERJU ER AMOXICILLIN MYLAN NOTAÐ
Amoxicillin Mylan er notað við meðferð sýkinga af völdum
baktería í mismunandi hlutum líkamans.
Amoxicillin Mylan má einnig nota ásamt öðrum lyfjum við
magasárum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA AMOXICILLIN MYLAN
_ _
EKKI MÁ NOTA AMOXICILLIN MYLAN:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir amoxicillíni, penicillíni eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
-
ef þú hefur einhvern tíma fengi
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Amoxicillin Mylan 250 mg hörð hylki.
Amoxicillin Mylan 500 mg hörð hylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
_ _
Hvert hart hylki inniheldur amoxicillinþríhýdrat sem jafngildir 250
eða 500 mg af amoxicillíni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hart hylki
250 mg: Gul og rauð hylki úr gelatíni, með áletruðu
„AX250“.og „G“. Innihaldið er hvítt kyrni.
500 mg: Gul og rauð hylki úr gelatíni, með áletruðu „AX500“
og „G“. Innihaldið er hvítt kyrni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
_ _
4.1
ÁBENDINGAR
_ _
Amoxicillin Mylan er ætlað til meðferðar við eftirfarandi
sýkingum hjá fullorðnum og börnum (sjá
kafla 4.2, 4.4 og 5.1):
•
Bráð skútabólga af völdum baktería
•
Bráð miðeyrnabólga
•
Bráð eitlubólga og kokbólga af völdum streptókokka
•
Bráð versnun á langvinnri berkjubólgu
•
Lungnabólga sem smitast hefur utan sjúkrahúss
•
Bráð blöðrubólga
•
Einkennalaus bakteríusýking í þvagi á meðgöngu
•
Bráð nýra- og skjóðubólga
•
Taugaveiki og taugaveikibróðir
•
Tannígerð með dreifðri húðbeðsbólgu
•
Sýkingar í gerviliðum
•
Uppræting
_Helicobacter pylori _
•
Lyme sjúkdómur
Amoxicillin Mylan er einnig ætlað til að fyrirbyggja
hjartaþelsbólgu.
Hafa skal hliðsjón af opinberum leiðbeiningum um viðeigandi notkun
sýklalyfja.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_ _
Skammtar
Skammturinn sem valinn er til meðferðar við einstökum sýkingum
skal miðaður við:
•
Sjúkdómsvaldana sem reiknað er með og líklegu næmi þeirra fyrir
sýklalyfjum (sjá kafla 4.4)
•
Alvarleika og staðsetningu sýkingarinnar
•
Aldur, þyngd og nýrnastarfsemi sjúklingsins eins og sýnt er hér
fyrir neðan
2
Lengd meðferðar skal ákvarðast af tegund sýkingarinnar og svörun
sjúklingsins og skal almennt vera
eins stutt og hægt er. Sumar sýkingar þarfnast lengri
meðferðartíma (sjá kafla 4.4 varðandi langvinna
meðferð).
_Fullorðnir og börn ≥40 kg _
ÁBENDIN
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru